Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 01:39 Þetta skjáskot er tekið úr gasspá Veðurstofunnar eins og hún lítur út núna en nákvæmari spá mun liggja fyrir þegar niðurstöður fyrstu mælinga skila sér síðar í nótt. Veðurstofa Íslands Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. Umhverfisstofnun hefur gefið út ráðleggingar til almennings um viðbrögð við gasmengun en þau felast meðal annars í því að slökkva á loftræstingu, loka gluggum og forðast áreynslu utandyra. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands fóru í kvöld til að mæla gasmengun í og við gosstöðvarnar en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður koma úr þeim mælingum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er svæðið ekki auðvelt yfirferðar; það er blautt, þungskýjað og úrkoma. Miðað við umfangið á gosinu eins og það er núna virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Það er...Posted by Veðurstofa Íslands on Friday, March 19, 2021 Í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar segir að gefin hafi verði út spá um gasdreifingu frá eldgosinu á næstunni. Á vef Veðurstofunnar má raunar nú þegar finna gasspá en áður en mælingar liggja fyrir miðast spáin við meðalútstreymi gass í svipuðum gosum. „Veðurspá gerir ráð fyrir nokkuð sterkum vindi og úrkomu sem mun draga úr áhrifum mögulegrar mengurnar frá eldstöðvunum,“ segir í færslu Veðurstofunnar þar sem einnig er vísað á skráningarsíðu vegna gasmengunar. Veðurstofan hvetur fólk til þess að setja inn skráningu ef það telur sig verða vart við gasmengun. Fyrr í kvöld voru íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu beðnir um að loka gluggum. Lögreglan á Suðurlandi segir í Facebook-færslu að lögregan verði á ferðinni í bæjarfélögunum til að mæla loftgæðin en ekkert gas mælist á svæðinu núna. Lögreglan verður á ferðinni við Þorlákshöfn, Ölfus, Hveragerði og Árborg og mælir loftgæðin. Ekkert gas mælist á svæðinu...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, March 19, 2021 Almennar ráðleggingar Umhverfisstofnunar vegna gasmengunar: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk. Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálgægt gosstöðvum þurfa að hfa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk. Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út ráðleggingar til almennings um viðbrögð við gasmengun en þau felast meðal annars í því að slökkva á loftræstingu, loka gluggum og forðast áreynslu utandyra. Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands fóru í kvöld til að mæla gasmengun í og við gosstöðvarnar en ekki liggur fyrir hvenær niðurstöður koma úr þeim mælingum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er svæðið ekki auðvelt yfirferðar; það er blautt, þungskýjað og úrkoma. Miðað við umfangið á gosinu eins og það er núna virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Það er...Posted by Veðurstofa Íslands on Friday, March 19, 2021 Í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar segir að gefin hafi verði út spá um gasdreifingu frá eldgosinu á næstunni. Á vef Veðurstofunnar má raunar nú þegar finna gasspá en áður en mælingar liggja fyrir miðast spáin við meðalútstreymi gass í svipuðum gosum. „Veðurspá gerir ráð fyrir nokkuð sterkum vindi og úrkomu sem mun draga úr áhrifum mögulegrar mengurnar frá eldstöðvunum,“ segir í færslu Veðurstofunnar þar sem einnig er vísað á skráningarsíðu vegna gasmengunar. Veðurstofan hvetur fólk til þess að setja inn skráningu ef það telur sig verða vart við gasmengun. Fyrr í kvöld voru íbúar sem búa austan við eldstöðvarnar, í Ölfusi, Selvogi, Þorlákshöfn, Hveragerði og á Árborgarsvæðinu beðnir um að loka gluggum. Lögreglan á Suðurlandi segir í Facebook-færslu að lögregan verði á ferðinni í bæjarfélögunum til að mæla loftgæðin en ekkert gas mælist á svæðinu núna. Lögreglan verður á ferðinni við Þorlákshöfn, Ölfus, Hveragerði og Árborg og mælir loftgæðin. Ekkert gas mælist á svæðinu...Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, March 19, 2021 Almennar ráðleggingar Umhverfisstofnunar vegna gasmengunar: Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk. Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu. Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni. Athugið að rykgrímur veita enga vörn gegn gasmengun. Vísindamenn og viðbragðsaðilar sem eru við vinnu nálgægt gosstöðvum þurfa að hfa tiltækar gasgrímur með kolafilter og gasmæla sem vara við hættulega háum styrk. Fjær eldstöðvum er gasmengun venjulega ekki lífshættuleg en getur valdið óþægindum, sérstaklega hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira