Myndböndin má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Gossprungan sem myndast hefur í eldgosinu er 500 til 700 metra löng. Hraun rennur í tvær áttir, annars vegar til suðurs og hins vegar til vesturs.
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu að ólíklegt væri að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu.
Sigurjón Guðni Ólason, tökumaður Stöðvar 2, myndaði gosið sömuleiðis úr þyrlu síðar í nótt.