„Það er engin bráðahætta í gangi“ Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. mars 2021 00:20 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum í Skógarhlíð. Vísir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. „Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Menn segja að þetta sé lítið gos. Um 500 metra löng sprunga, lítið rennsli og hraunið rennur mjög hægt,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Hann segir ýmislegt munu skýrast þegar birti til. Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands flugu yfir svæðið í kvöld í þyrlu frá Landhelgisgæslunni og tóku út gosið. Klippa: Víðir Reynisson um eldgosið Tveir straumar „Þetta eru tveir straumar. Annar rennur í vestur og hinn í suðvestur,“ segir Víðir. Landslagið virðist hentugt fyrir gos. Hraunendarnir eru sem stendur í um 2,6 kílómetra fjarlægð frá Suðurstrandavegi sem hefur verið lokaður vegna skemmda og er enn þótt bæjarstjórinn í Grindavík hafi fengið undanþágu til að komast til síns heima í kvöld. Víðir segir almannavarnir helst vera að velta gasmenguninni fyrir sér. Áttin sé vestlæg og spálíkön sýni að gasmengunin verði í Þorlákshöfn, Ölfusinu, Hveragerði, Árborg, eftir Suðurlandinu og hugsanlega Vestmannaeyjum. Víðir setur þó varnagla varðandi það að gosið sé mögulega minna en þær tölur sem núverandi spálíkan noti. Varðandi hættu segir Víðir óljóst hve lengi gosið standi yfir. Engar áhyggjur næstu tólf tímana „Það er engin bráðahætta í gangi. Við vitum ekki hvað þetta getur staðið lengi. Eins og staðan er núna höfum við ekki áhyggjur næstu tólf tímana.“ Starfsemi á Keflavíkurflugvelli er eðlileg að sögn Víðis. Rauð viðvörun hafi verið gefin út fyrir flug en starfsemi sé eðlileg og flugvöllurinn opinn. Víðir segir vindáttina hagstæða fyrir Grindvíkinga sem væntanlega munu bara finna fyrir gosinu með augunum, þ.e. sjá bjarmann á himninum frá gosinu. Því hafi ekki fylgt neinir skjálftar og því ættu Grindvíkingar að geta sofið vel eins og síðustu nætur þar sem skjálftavirkni hefur verið minni. Þá biðlar Víðir til fólks að vera ekki að fara nálægt gosinu. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur séu opin fyrir umferð en fólk eigi ekki að fara nálægt gosstöðvunum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira