Gosið kom Kristínu á óvart Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 00:06 Rætt var við Kristínu Jónsdóttur, hópstjóra náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Gossprungan sem myndast hefur í eldgosinu í Geldingadal á Reykjanesskaga er 500 til 700 metra löng. Hraun rennur í tvær áttir, annars vegar til suðurs og hins vegar til vesturs. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, en rætt var við hana í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú fyrir skemmstu. Hún var þá nýlent eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Kristín segir ólíklegt að hraun komi til með að renna nálægt byggð eða að gosið hafi áhrif á innviði á svæðinu. Gosið sé ekki stórt enn sem komið er en það þurfi að bíða og sjá hvernig það þróast og fylgjast með. Jarðskjálftavirkni hefur verið töluvert minni við Fagradalsfjall undanfarna daga en vikurnar tvær á undan. Vísindamenn höfðu því talið að hugsanlega hefðu líkurnar á eldgosi dvínað. Aðspurð hvort það hafi komið á óvart að það byrjaði að gjósa svarar Kristín játandi. „Já, það gerði það en Páll Einarsson var búinn að tala um þeirra reynslu frá Kröflueldum sem var sú að það var einmitt sem það dró úr þessum merkjum sem við höfum séð að hefur dregið úr, þessari aflögun og skjálftavirkninni. Þegar maður heldur að allt sé að verða búið, það er þá sem þetta gerist. Þannig að ég hafði það svo sem alltaf í bakhöfðinu,“ segir Kristín. Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem urðu við Kröflu á árunum 1975 til 1984. Spurð út í hvort atburðirnir nú geti varað mjög lengi segir Kristín möguleika á ýmsu. Aftur á móti sé langlíklegast að gosið verði stutt og lítið. „Algengustu gosin standa yfir í einhverja daga eða nokkrar vikur þannig að það er líklegasta sviðsmyndin.“ Eins og áður segir flaug Kristín yfir gosstöðvarnar með þyrlu Gæslunnar í kvöld. Hún segir að þau hafi verið heppin þegar þau komu á staðinn þar sem það hafi aðeins létt til en það er búið að vera lágskýjað. „Við sáum þetta ansi vel. Það er auðvitað mikill bjarmi af gosinu og í þyrlunni þá opnuðum við hurðarnar og maður fann mikinn hita frá þessu. Það var auðvitað mjög magnað að sjá þetta,“ segir Kristín. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira