Hið meinta þunglyndi Finna stórlega orðum aukið Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2021 13:30 Eldhressir eldriborgarar á Hrafnistu. Íslendingar eru með hamingjusömustu þjóðum í heimi. vísir/vilhelm Finnar mælast þeir hamingjusömustu í heimi samkvæmt árlegri árlegri hamingjuskýrslu. Íslendingar eru í öðru sæti. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu á sínum vettvangi en skýrslan er birt í tengslum við Alþjóðlega hamingjudaginn sem haldinn verður 20. mars. Finnar eru í efsta sæti og Íslendingar fylgja þeim fast á hæla. Neðstir á lista eru Simbabwe-búar. Steríótýpísk vitleysa Árni Snævarr er yfir Norðurlandasviði upplýsingaskrifstofunnar og Vísir spurði hann nánar út í skýrslunna, varpaði fram hinni steríótýpísku spurningu hvort ekki væri eitthvað gruggugt við þessa rannsókn sé litið til þess að Finnar séu þekktir fyrir að vera þunglyndir? Árni segist ekki hissa á því að slíku sjónarmiði sé varpað fram: „En hamingjan er í þessari skýrslu ekki mæld í hlátraskölllum og flissi, heldur öryggi, góðri menntun, lífslíkum og fleiru. Þarna er hamingjunni í raun stillt upp gegn "vergri þjóðarframleiðslu" og slíkum kvörðum sem mæla aðeins efnisleg gæði.“ Árni segir að nær lagi sé að verið sé að kanna hvar aðstæður bjóða upp á að fólk geti lifað öruggu, heilbrigðu og friðsælu lífi, með öðrum orðum hvar aðstæður eru bestar fyrir hamingjuna? Norðurlandaþjóðirnar eru ofarlega á blaði. Finnar löngu hættir að vera þunglyndir Egill Helgason sjónvarpsmaður bætir því við, á Facebooksíðu Árna þar sem þetta er rætt, að þetta sé löngu liðin tíð: „Finnar hættu að vera þunglyndir fyrir löngu. Nú baða þeir sig í sviðsljósinu vegna þess hvað þeir eru klárir og vel heppnaðir og með gott menntakerfi.“ Árni Snævarr segir hamingjuna ekki mælda í hlátrasköllum. Hvað varðar hinn alþjóðlega hamingjudag þá var það Bútan sem bar fram ályktun þess efnis að Sameinuðu þjóðirnar héldu slíkan dag hátíðlegan. Bútan er smáríki í Himalajafjöllunum sem barist hefur fyrir því að hamingja þjóða sé meira virði en auður eins og hann er mældur í þjóðarframleiðslu frá því snemma á áttunda áratugnum. Í Bútan hefur verg hamingja leyst af verga þjóðarframleiðslu af hólmi sem mælikvarði um framfarir, segir í tilkynningu upplýsingaskrifstofunnar. Árni segir að skemmtilegar pælingar þarna að baki. „Þjóðarframleiðsla eykst til dæmis ef ég man rétt ef skuldir aukast. Bútanirnir hafa spurt spurninga eins og hvort ekki eigi að bæta inn fjölda þeirra sem stunda jóga eða íhugun.“ Þessar þrjátíu þjóðir raða sér í efstu sæti á lista yfir þær hamingjusömustu.World Happiness Report
Grín og gaman Sameinuðu þjóðirnar Finnland Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent