Samkomutakmarkanir ekki leitt til fleiri fæðinga á Vesturlöndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 07:01 Þótt það komi kannski einhverjum á óvart að fæðingartíðni sé ekki upp á við þá er það einmitt það sem vísindamenn sem rannsaka fólksfjölgun og mannfjölda búast við í kjölfar faraldursins. Vísir/Getty Nýlegar rannsóknir og bráðabirgðatölfræði í Bandaríkjunum og Evrópu leiða í ljós að ekki hefur orðið sprenging í fæðingum í upphafi þessa árs eins og einhverjir bjuggust ef til vill við þegar samkomutakmarkanir voru settar á víða um heim vegna kórónuveirufaraldursins; fólk hefði lítið annað að gera en að fjölga sér. Þvert á móti hefur fæðingartíðni lækkað mjög. Rannsóknir sýna að fæðingartíðni hefur ekki verið lægri í Bandaríkjunum í heila öld og svipuð staða er uppi víða í Evrópu. Fjallað er um málið á vef BBC og rætt við hina þýsku Frederike. Hún er 33 ára og flutti inn til foreldra sinna í byrjun faraldursins til að aðstoða þau við að sinna eldri ástvini. Hún segir að fyrst hafi hún litið á það sem gjöf að fá tækifæri til að gefa af sér með þessum hætti en eftir nokkra mánuði helltist yfir hana tómleikatilfinning. Frederike er einhleyp og áttaði sig á því að faraldurinn með öllum sínum takmörkunum gerði það að verkum að hún gæti ekki hitt neinn til að stofna fjölskyldu með. „Mér finnst tíminn svo dýrmætur og líf mitt hefur verið sett á pásu,“ segir hún. Hún prófaði stefnumótaforrit en það var ekki mjög rómantískt að fara út að labba í kuldanum. Sagan sýnir að fæðingum fækkar í kreppum og heimsfaröldrum.Vísir/Getty Kemur vísindamönnum ekki sérstaklega á óvart Frederike segist hugsa um að hún verði mögulega komin úr barneign þegar faraldrinum lýkur loks endanlega. „Ég sit bara innandyra þessi ár sem ég gæti verið að eignast barn.“ Og þótt það komi kannski einhverjum á óvart að fæðingartíðni sé ekki upp á við þá er það einmitt það sem vísindamenn sem rannsaka fólksfjölgun og mannfjölda búast við. „Faraldurinn var svo slæmur að þetta kemur ekki á óvart þótt það sé engu að síðu sjokkerandi að sjá þetta raungerast,“ segir Philip N Cohen, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Í rannsókn sem hagfræðingar Brookings-stofnunarinnar í Bandaríkjunum birtu í júní í fyrra spáðu þeir því að fæðingum myndi fækka um allt að hálfa milljón milli ára á árinu 2021. Ítalía fór mjög illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í fyrravetur en myndin er tekin á sjúkrahúsi í Bologna í apríl í fyrra. Fjölmargir Ítalir hafa gefið það upp á bátinn að eignast börn.Getty/Michele Lapin Tæp fjörutíu prósent hætt við að eignast börn Á svipuðum tíma var birt könnun sem gerð var á meðal Evrópubúa sem sýndi að 50 prósent fólks í Frakklandi og Þýskalandi sem hafði planað barneignir á árinu 2020 ætlaði að fresta því. Sama könnun sýndi að 37 prósent fólks á Ítalíu var alveg hætt við að eignast börn. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna áætlar að fæðingartíðni í landinu hafi lækkað um átta prósent í desembermánuði í fyrra. Þá sýna bráðabirgðatölur frá Ítalíu að fæðingartíðni hafi lækkað um 21,6 prósent á fyrstu mánuðum þessa árs. Fæðingartíðni á Spáni hefur svo aldrei verið lægri síðan mælingar hófust; lækkunin nemur 20 prósentum. Tölur frá Frakklandi, Kóreu, Tævan, Eistlandi, Lettlandi og Litháen benda til svipaðrar þróunar þar sem fæðingartíðni í desember 2020 eða janúar 2021 er sú lægsta í tuttugu ár. Vísindamenn við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi spáðu því í október í fyrra að fæðingartíðni í Bandaríkjunum í febrúar á þessu ári myndi lækka um 15,2 prósent. Vísindamennirnir telja að lækkun fæðingartíðninnar haldi áfram allt fram í ágúst. Gangi sú spá eftir mun lækkunin vara lengur en hún gerði eftir kreppuna 2008 og kreppuna miklu 1929. Yfirvöld í Indónesíu hafa óttast sprengingu í fæðingum vegna þess að aðgengi fólks að getnaðarvörnum hefur versnað í faraldrinum.Getty/Budiono/ Sijori images/Barcroft Media Efnahagshorfur hafa að öllum líkindum mest áhrif Joshua Wilde, einn vísindamannanna við Max Planck- stofnunina, segir kreppur og heimsfaraldra venjulega leiða til lægri fæðingartíðni heldur en hærri. „Maður hefði þegar fyrstu bylgjunni lauk að allir hefðu verið „Jæja, nú er kominn tími til að eignast þessi börn sem við ætluðum okkur,““ segir Wilde. Það gerðist hins vegar ekki. „Fólk, ef það hefur ákveðið að bíða, þá ætlar það að bíða lengi.“ Sumir hafa jafnvel ákveðið að eignast ekki barnið sem var í framtíðaráætlunum fyrir faraldurinn. Talið er að efnahagshorfur eigi stærstan þátt í þessari þróun þar sem sagan sýnir fylgni á milli góðæris og hærri fæðingartíðni. Efnahagsleg óvissa hefur aftur á móti leitt til lægri tíðni. Þá er rétt að halda því til haga að staðan er ekki sú sama alls staðar í heiminum enda ekki öll í þeirri aðstöðu að geta valið hvenær eða hvort þau eignist barn. Þannig áætla Sameinuðu þjóðirnar að næstum tólf milljónir kvenna í 115 löndum hafi misst aðgang að þjónustu á borð við getnaðarvarnir í faraldrinum. Það gæti leitt til þess að 1,4 milljónir kvenna yrðu óléttar án þess að ætla sér það. Stjórnvöld í Indónesíu fóru til dæmis í herferð fóru til dæmis í herferð þar sem aðgengi fólks að getnaðarvörnum varð mun verra vegna áhrifa Covid á heilbrigðiskerfið. Bílar með stórum hátölurum keyrðu um og úr hátölurunum heyrðust skilaboð á borð við „Feður, vinsamlegast hafið stjórn á ykkur!“ Ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubanns Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands munu upplýsingar um fjölda fæðinga hér á landi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs liggja fyrir í apríl. Í fyrra fæddust 1.080 á fyrsta ársfjórðungi. Í lok síðasta mánaðar sagði fréttastofa frá óvenju mörgum fæðingum á fæðingarvakt Landspítalans á síðustu tveimur vikunum í febrúar. Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans kvaðst ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubannsins. „Kannski en það eru ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðum eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum,“ sagði Anna Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Þvert á móti hefur fæðingartíðni lækkað mjög. Rannsóknir sýna að fæðingartíðni hefur ekki verið lægri í Bandaríkjunum í heila öld og svipuð staða er uppi víða í Evrópu. Fjallað er um málið á vef BBC og rætt við hina þýsku Frederike. Hún er 33 ára og flutti inn til foreldra sinna í byrjun faraldursins til að aðstoða þau við að sinna eldri ástvini. Hún segir að fyrst hafi hún litið á það sem gjöf að fá tækifæri til að gefa af sér með þessum hætti en eftir nokkra mánuði helltist yfir hana tómleikatilfinning. Frederike er einhleyp og áttaði sig á því að faraldurinn með öllum sínum takmörkunum gerði það að verkum að hún gæti ekki hitt neinn til að stofna fjölskyldu með. „Mér finnst tíminn svo dýrmætur og líf mitt hefur verið sett á pásu,“ segir hún. Hún prófaði stefnumótaforrit en það var ekki mjög rómantískt að fara út að labba í kuldanum. Sagan sýnir að fæðingum fækkar í kreppum og heimsfaröldrum.Vísir/Getty Kemur vísindamönnum ekki sérstaklega á óvart Frederike segist hugsa um að hún verði mögulega komin úr barneign þegar faraldrinum lýkur loks endanlega. „Ég sit bara innandyra þessi ár sem ég gæti verið að eignast barn.“ Og þótt það komi kannski einhverjum á óvart að fæðingartíðni sé ekki upp á við þá er það einmitt það sem vísindamenn sem rannsaka fólksfjölgun og mannfjölda búast við. „Faraldurinn var svo slæmur að þetta kemur ekki á óvart þótt það sé engu að síðu sjokkerandi að sjá þetta raungerast,“ segir Philip N Cohen, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Í rannsókn sem hagfræðingar Brookings-stofnunarinnar í Bandaríkjunum birtu í júní í fyrra spáðu þeir því að fæðingum myndi fækka um allt að hálfa milljón milli ára á árinu 2021. Ítalía fór mjög illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í fyrravetur en myndin er tekin á sjúkrahúsi í Bologna í apríl í fyrra. Fjölmargir Ítalir hafa gefið það upp á bátinn að eignast börn.Getty/Michele Lapin Tæp fjörutíu prósent hætt við að eignast börn Á svipuðum tíma var birt könnun sem gerð var á meðal Evrópubúa sem sýndi að 50 prósent fólks í Frakklandi og Þýskalandi sem hafði planað barneignir á árinu 2020 ætlaði að fresta því. Sama könnun sýndi að 37 prósent fólks á Ítalíu var alveg hætt við að eignast börn. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna áætlar að fæðingartíðni í landinu hafi lækkað um átta prósent í desembermánuði í fyrra. Þá sýna bráðabirgðatölur frá Ítalíu að fæðingartíðni hafi lækkað um 21,6 prósent á fyrstu mánuðum þessa árs. Fæðingartíðni á Spáni hefur svo aldrei verið lægri síðan mælingar hófust; lækkunin nemur 20 prósentum. Tölur frá Frakklandi, Kóreu, Tævan, Eistlandi, Lettlandi og Litháen benda til svipaðrar þróunar þar sem fæðingartíðni í desember 2020 eða janúar 2021 er sú lægsta í tuttugu ár. Vísindamenn við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi spáðu því í október í fyrra að fæðingartíðni í Bandaríkjunum í febrúar á þessu ári myndi lækka um 15,2 prósent. Vísindamennirnir telja að lækkun fæðingartíðninnar haldi áfram allt fram í ágúst. Gangi sú spá eftir mun lækkunin vara lengur en hún gerði eftir kreppuna 2008 og kreppuna miklu 1929. Yfirvöld í Indónesíu hafa óttast sprengingu í fæðingum vegna þess að aðgengi fólks að getnaðarvörnum hefur versnað í faraldrinum.Getty/Budiono/ Sijori images/Barcroft Media Efnahagshorfur hafa að öllum líkindum mest áhrif Joshua Wilde, einn vísindamannanna við Max Planck- stofnunina, segir kreppur og heimsfaraldra venjulega leiða til lægri fæðingartíðni heldur en hærri. „Maður hefði þegar fyrstu bylgjunni lauk að allir hefðu verið „Jæja, nú er kominn tími til að eignast þessi börn sem við ætluðum okkur,““ segir Wilde. Það gerðist hins vegar ekki. „Fólk, ef það hefur ákveðið að bíða, þá ætlar það að bíða lengi.“ Sumir hafa jafnvel ákveðið að eignast ekki barnið sem var í framtíðaráætlunum fyrir faraldurinn. Talið er að efnahagshorfur eigi stærstan þátt í þessari þróun þar sem sagan sýnir fylgni á milli góðæris og hærri fæðingartíðni. Efnahagsleg óvissa hefur aftur á móti leitt til lægri tíðni. Þá er rétt að halda því til haga að staðan er ekki sú sama alls staðar í heiminum enda ekki öll í þeirri aðstöðu að geta valið hvenær eða hvort þau eignist barn. Þannig áætla Sameinuðu þjóðirnar að næstum tólf milljónir kvenna í 115 löndum hafi misst aðgang að þjónustu á borð við getnaðarvarnir í faraldrinum. Það gæti leitt til þess að 1,4 milljónir kvenna yrðu óléttar án þess að ætla sér það. Stjórnvöld í Indónesíu fóru til dæmis í herferð fóru til dæmis í herferð þar sem aðgengi fólks að getnaðarvörnum varð mun verra vegna áhrifa Covid á heilbrigðiskerfið. Bílar með stórum hátölurum keyrðu um og úr hátölurunum heyrðust skilaboð á borð við „Feður, vinsamlegast hafið stjórn á ykkur!“ Ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubanns Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands munu upplýsingar um fjölda fæðinga hér á landi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs liggja fyrir í apríl. Í fyrra fæddust 1.080 á fyrsta ársfjórðungi. Í lok síðasta mánaðar sagði fréttastofa frá óvenju mörgum fæðingum á fæðingarvakt Landspítalans á síðustu tveimur vikunum í febrúar. Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans kvaðst ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubannsins. „Kannski en það eru ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðum eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum,“ sagði Anna Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira