Telur að Martin ætti bara að hinkra því hann muni fá starf á næstu mánuðum Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 10:30 Israel Martin er búinn að koma sér vel fyrir á Íslandi með fjölskyldu sinni og ekkert fararsnið er á honum. vísir/vilhelm Spænski körfuboltaþjálfarinn Israel Martin, sem þjálfað hefur á Íslandi síðustu sjö ár, ætti bara að bíða rólegur að mati Kjartans Atla Kjartanssonar. Hann muni fá starf hér á landi á næstu mánuðum. Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli. Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Martin var rekinn frá Haukum á dögunum eftir að hafa stýrt þeim frá sumrinu 2019. Hann skildi við Hauka á botni Dominos-deildarinnar en liðið var í 6. sæti í fyrra þegar mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerði Tindastól að bikarmeistara árið 2018 en hætti hjá félaginu ári síðar. „Hann þótti ekki alveg standa undir sínu þegar hann var á Króknum og gerði enga hluti með Hauka. Á hann framtíð fyrir sér í íslenskum körfubolta,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag. Bendir á að Borce hafi verið lengi að finna taktinn „Já,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef setið þjálfaranámskeið þar sem að Israel Martin kenndi. Það er gaman að hlusta á hann. Þetta er gæi sem að landaði Bakken Bears starfinu, sem er eitt allra stærsta liðið á Norðurlöndum,“ sagði Kjartan Atli. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar en umræðan um Martin hefst eftir 22 og hálfa mínútu. Kjartan Atli telur að Martin muni með tímanum geta náð betri árangri og nefndi Borce Ilievski, þjálfara ÍR, sem dæmi: „Við sáum hvernig Borce Ilievski kom hingað til lands, byrjaði hjá Vestra, fór á Krókinn og til Breiðabliks, og var lengi að finna taktinn. Borce hefur alltaf verið frábær þjálfari en körfuboltinn var ekki á þeim stað sem hann er núna. Borce er svo „all-in“ að leikmenn voru kannski ekki tilbúnir. Þannig að ég held að Israel Martin eigi bara að hinkra aðeins og að hann muni fá starf hér. Það er skortur á körfuboltaþjálfurum hér sem að geta þjálfað í efstu deild. Ég held að þolinmæði sé dyggð, og að Isarel Martin eigi bara að hinkra því það muni eitthvað opnast á næstu mánuðum. Hann er góður þjálfari en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Hann er líka herramaður sem beitir sér algjörlega fyrir klúbbinn,“ sagði Kjartan Atli.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir „Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01 Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
„Ef að Morris hefði ekki meiðst væri ég ekki í þessu viðtali“ „Börnin mín eru fædd á Íslandi og hér vil ég vera það sem eftir er ævinnar,“ segir körfuboltaþjálfarinn Israel Martin sem nú leitar að nýju liði til að þjálfa hér á landi. Hann ber engan kala til Hauka eftir brottreksturinn. 16. mars 2021 12:01
Sævaldur tekur við Haukaliðinu af Israel Martín Sævaldur Bjarnason verður nýr þjálfari Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og mun taka við liðinu af Spánverjanum Israel Martín. 17. mars 2021 11:01