„Ég held að það hafi ekki kviknað í af sjálfu sér“ Eiður Þór Árnason skrifar 18. mars 2021 22:06 Tilkynnt var um eldinn á níunda tímanum í kvöld. Skjáskot Betur fór en á horfðist í fyrstu þegar eldur kviknaði á iðnaðarsvæðinu við höfnina á Eskifirði. Tilkynnt var um eldinn skömmu eftir klukkan átta í kvöld sem reyndist loga í laxapoka á athafnasvæði Egersund Island. Gekk slökkviliði nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og tókst naumlega að koma í veg fyrir að eldur festi sig í gámum á svæðinu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins grunar að um íkveikju hafi verið að ræða. Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Island.Egersund Island „Ég held að það hafi ekki kviknað í af sjálfu sér,“ segir Stefán Ingvarsson í samtali við Vísi en Egersund Island framleiðir veiðafæri og þjónustar fiskeldisfyrirtæki. „Það er erfitt að slökkva eld þegar hann kviknar í svona neti en þeir náðu þessu. Eldurinn var farinn að breiðast út í gáma sem voru hérna við þvottastöðina hjá okkur svo það var nú svona á síðustu stundu sem það bjargaðist. Það varð ekki mikið tjón þannig séð en þetta hefði geta farið mikið mikið verr. Við erum með gott slökkvilið í Fjarðabyggð.“ Frágangur stóð enn yfir á tíunda tímanum í kvöld og vann lögregla og slökkvilið að því að tryggja vettvanginn. Mikil hlýindi voru á Austfjörðum í dag og mældist yfir nítján siga hiti á Eskifirði. Stefán segir að vor hafi verið í loftinu og því óvenjumikið af eldsmat á svæðinu. „Við erum með mikið af neti hérna á planinu, það var gott veður í dag og það var verið að laga til og gera fínt í góða veðrinu en þetta bjargaðist sem betur fer.“ Fjarðabyggð Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Gekk slökkviliði nokkuð greiðlega að slökkva eldinn og tókst naumlega að koma í veg fyrir að eldur festi sig í gámum á svæðinu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins grunar að um íkveikju hafi verið að ræða. Stefán Ingvarsson, framkvæmdastjóri Egersund Island.Egersund Island „Ég held að það hafi ekki kviknað í af sjálfu sér,“ segir Stefán Ingvarsson í samtali við Vísi en Egersund Island framleiðir veiðafæri og þjónustar fiskeldisfyrirtæki. „Það er erfitt að slökkva eld þegar hann kviknar í svona neti en þeir náðu þessu. Eldurinn var farinn að breiðast út í gáma sem voru hérna við þvottastöðina hjá okkur svo það var nú svona á síðustu stundu sem það bjargaðist. Það varð ekki mikið tjón þannig séð en þetta hefði geta farið mikið mikið verr. Við erum með gott slökkvilið í Fjarðabyggð.“ Frágangur stóð enn yfir á tíunda tímanum í kvöld og vann lögregla og slökkvilið að því að tryggja vettvanginn. Mikil hlýindi voru á Austfjörðum í dag og mældist yfir nítján siga hiti á Eskifirði. Stefán segir að vor hafi verið í loftinu og því óvenjumikið af eldsmat á svæðinu. „Við erum með mikið af neti hérna á planinu, það var gott veður í dag og það var verið að laga til og gera fínt í góða veðrinu en þetta bjargaðist sem betur fer.“
Fjarðabyggð Slökkvilið Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira