Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 11:32 Samkvæmt áætlun munu þessar fyrstu aðgerðir minnka olíunotkun í eynni um 20 þúsund lítra á ári. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að orkuframleiðsla og orkunotkun í Grímsey byggi í dag á ósjálfbæru jarðefnaeldsneyti. Heildarolíunotkun sé um 400 þúsund lítrar á ári, enda sé olía bæði notuð til raforkuframleiðslu og til húshitunar. „Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey sé um 1.000 tonn CO₂ á ári. Ofan á þetta bætist svo eldsneytisnotkun farartækja og fiskibáta. Íslenska ríkið og Akureyrarbær hafa sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar setji sólarsellur á og við hús sín Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30 þúsund kWst á ári og hefur verið samið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. „Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar. Næstu skref Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni. Það er Fallorka á Akureyri sem annast verkefnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði. Grímsey Akureyri Orkumál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að orkuframleiðsla og orkunotkun í Grímsey byggi í dag á ósjálfbæru jarðefnaeldsneyti. Heildarolíunotkun sé um 400 þúsund lítrar á ári, enda sé olía bæði notuð til raforkuframleiðslu og til húshitunar. „Ætla má að losun vegna orkunotkunar í Grímsey sé um 1.000 tonn CO₂ á ári. Ofan á þetta bætist svo eldsneytisnotkun farartækja og fiskibáta. Íslenska ríkið og Akureyrarbær hafa sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og í nýrri orkustefnu landsins er stefnt að því að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Orkuskipti í Grímsey eru hluti af nauðsynlegum aðgerðum til að ná þessum markmiðum,“ segir í tilkynningunni. Íbúar setji sólarsellur á og við hús sín Stefnt er að uppsetningu á tveimur vindmyllum sem samtals framleiða um 30 þúsund kWst á ári og hefur verið samið við skoska framleiðendur sem framleiða smáar en mjög sterkar vindmyllur, enda skiptir veðurþol miklu máli. „Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar. Næstu skref Þessar fyrstu aðgerðir eiga að minnka olíunotkun um 20 þúsund lítra og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 tonn á ári. Ef reynslan af þessum nýju kerfum verður góð er markmiðið að auka hlut grænna orkugjafa enn frekar í náinni framtíð. Unnið er að undirbúningi og ef allt gengur samkvæmt áætlun gætu framkvæmdir í Grímsey hafist í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni. Það er Fallorka á Akureyri sem annast verkefnið í samstarfi við Vistorku og Orkusetur með stuðningi úr Evrópuverkefninu SMARTrenew og Orkusjóði.
Grímsey Akureyri Orkumál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira