Innlent

Tólf bítast um sjö sæti í stjórn Varðar

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, var kjörinn formaður Varðar árið 2018. Hann er sjálfkjörinn nú.
Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, var kjörinn formaður Varðar árið 2018. Hann er sjálfkjörinn nú. Vísir/Egill

Tólf gefa kost á sér til stjórnar Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Jón Karl Ólafsson gefur einn kost á sér til formanns Varðar og verður hann því sjálfkjörinn á aðalfundi fulltrúaráðsins sem fram fer klukkan 11 í dag.

Frá þessu segir á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins, en kosið er um sjö stjórnarsæti á aðalfundinum.

Framboðsfresturinn rann út á mánudag og bárust fjórtán framboð í heildina. Eitt framboð barst þó eftir að framboðsfresturinn rann út og eitt framboð uppfyllti ekki skilyrði reglugerðar Varðar um kjörgengi og voru þau því úrskurðuð ógild, að því er segir í tilkynninguni.

Jón Karl tók við formennsku í Verði árið 2018.

Eftirfarandi aðilar eru í framboði til formanns Varðar:

  • Jón Karl Ólafsson

Eftirfarandi aðilar eru í framboði til stjórnar Varðar:

  • Anna Hrefna Ingimundardóttir
  • Ásmundur Sveinsson
  • Elín Engilbertsdóttir
  • Einar Hjálmar Jónsson
  • Einar Sigurðsson
  • Magnús Júlíusson
  • Matthildur Skúladóttir
  • Ólöf Skaftadóttir
  • Reynir Vignir
  • Rúna Malmquist
  • Sigurður Helgi Birgisson
  • Þórarinn Stefánsson

Pétur Andri Pétursson Dam, Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, Einar Hjálmar Jónsson, Einar Sigurðsson, Elín Engilbertsdóttir, Gunnar Páll Pálsson og Matthildur Skúladóttir skipa fráfarandi stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×