Öflugustu sprengjuþotur Bandaríkjahers æfðu undan ströndum Íslands í fyrrinótt Kristján Már Unnarsson skrifar 18. mars 2021 06:32 B-2 Spirit-sprengjuþota að leggja upp í flug frá Lajes-herflugvellinum á Azoreyjum í fyrradag. U.S. Air Force/Heather Salazar Tvær B-2 Spirit-herþotur og tvær B-1B Lancers-herþotur voru látnar hittast undan ströndum Íslands í fyrrinótt í æfingaflugi, sem Bandaríkjaher segir að hafi verið til að undirstrika þá miklu áherslu sem flugherinn leggi á norðurslóðir. Önnur tegundin er hljóðfrá, hin torséð og getur borið kjarnorkuvopn, og eru þær taldar skæðustu sprengjuþotur NATO-herja. „Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2. NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Sprengjuþoturnar flugu í löngu samflugi um norðurslóðir, mættust undan ströndum Íslands um nóttina til að betrumbæta þá hæfni í næturflugi sem nauðsynleg er til að starfa í þessu umhverfi,“ segir á fréttasíðu bandaríska flughersins. B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum í Þrændalögum í Noregi.Norski flugherinn „Verkefnið er mikilvægt til að viðhalda sterkri stöðu okkar á heimsvísu,“ er haft eftir Steven L. Basham aðstoðarherforingja í tilkynningu hersins. „Ekki er hægt að gera of mikið úr mikilvægi þess að veita flugmönnum okkar tækifæri til að þjálfa í einstöku umhverfi." B-2 þoturnar voru fyrr um daginn sendar til hinna portúgölsku Azoreyja sunnar í Atlantshafi þar sem tekið var eldsneyti og skipt um áhafnir áður en haldið var í loftið á ný. Þrjár B-2 Spirit torséðar sprengjuþotur lentu á Azoreyjum í fyrradag.U.S. Air Force/Heather Salazar B-1 sprengjuþoturnar flugu frá Ørland-herflugvellinum norðvestan Þrándheims í Noregi þar sem þær hafa verið við æfingar undanfarinn mánuð. „Að staðsetja sprengjuflugvélarnar í Noregi og fljúga þeim á öðrum svæðum á norðurslóðum sýnir ásetning flughersins um virkt eftirlit þar og sendir bæði bandamönnum og hugsanlegum andstæðingum eins og Rússlandi skilaboð um að svæðið sé í forgangi,“ segir í frétt flughersins. Mikla athygli vakti sumarið 2019 þegar hin torséða B-2 sprengjuþota lenti á Keflavíkurflugvelli til að æfa eldsneytistöku með hreyfla í gangi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá komu hennar: Myndband bandaríska flughersins frá komu B-2 til Azoreyja í fyrradag má sjá hér. Þaðan flugu þoturnar áleiðis til Íslands: Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var sagt að báðar tegundirnar væru hljóðfráar. Hið rétta er að B-1 er hljóðfrá en ekki hin torséða B-2.
NATO Varnarmál Norðurslóðir Keflavíkurflugvöllur Noregur Portúgal Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31 Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00 Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
B-2 sprengjuþotur í oddaflugi yfir Íslandi með norskum herþotum Heræfingin er sögð til marks um aukna spennu í samskiptum NATO og Rússa á Norðurslóðum. Þetta nýjasta flug B-2 undirstriki hernaðarlegt mikilvægi Íslands. 19. mars 2020 23:31
Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Bandaríkjaher lítur á Keflavík sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar fyrir helgi. 2. september 2019 21:00
Kaldastríðsögranir á fullu í næsta nágrenni Íslands Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur birt myndband frá langflugi tveggja TU-160 sprengjuflugvéla framhjá Íslandi, Noregi og Bretlandi í síðustu viku. 21. mars 2020 08:45