Auðvelt hjá meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eric Maxim Choupo-Moting skorar síðara mark Bæjara í kvöld.
Eric Maxim Choupo-Moting skorar síðara mark Bæjara í kvöld. Alexander Hassenstein/Getty Images

Bayern Munchen lenti í engum vandræðum með Lazio í síðari leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 2-1.

Evrópumeistararnir voru fyrir leikinn í kvöld komnir með níu tær í átta liða úrslitin eftir 4-1 útisigur á Ítalíu.

Þeir fengu vítaspyrn á 32. mínútu. Leon Goretzka fór þá niður eftir baráttu við Francesco Acerbi og vítaspyrna var dæmd.

Robert Lewandowski fór á punktinn og skoraði. Hann hefur komið að 25 mörkum [tuttugu mörk og fimm stoðsendingar] frá byrjun síðustu leiktíðar.

Evrópumeistararnir réðu ferðinni í Bæjaralandi í kvöld; voru meira með boltann og áttu fleiri skot að marki Ítalanna.

Annað markið kom ekki fyrr en átján mínútur voru til leiksloka en þá skoraði Eric Maxim Choupo-Moting með laglegri vippu.

Lazio náði sárabótamarki áður en yfir lauk. Varamaðurinn Marco Parolo skoraði með skalla á fjærstönginni.

Þannig urðu lokatölurnar. 2-1 sigur meistaranna í síðari leiknum og samanlagt 6-. Auðvelt hjá Bæjurum sem eru því komnir skrefi nær að verja titilinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira