Líklegast að skaðvaldurinn hafi verið rekaviðardrumbur Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2021 14:25 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR í gærkvöldi. Landhelgisgæslan Betur fór en á horfðist þegar leki kom að farþegabátnum Bjarma á fimmta tímanum í gær. Tökulið breska ríkisútvarpsins BBC, sem var í bátnum, var híft um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í varúðarskyni í gærkvöldi. Eigandi bátsins segir engan bilbug á hópnum en hann fékk engu að síður áfallahjálp. Talið er að báturinn hafi keyrt á rekaviðardrumb. Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát. Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Um borð var tökulið breska ríkisútvarpsins sem var á leið norður í Hornvík þar sem til stóð að hópurinn myndi dvelja í hálfan mánuð í tökum. Rúnar Óli Karlsson er einn eigenda ísfirska fyrirtækisins Borea Adventures sem gerir út bátinn Bjarma en Rúnar var sjálfur um borð í bátnum. „Allt í einu fáum við á okkur þetta högg og þá spretta allir upp og líta hver á annan og spyrja hvað þetta gæti eiginlega hafa verið. Við drepum náttúrulega á vélinni því það var svo mikill víbringur. Við kíkjum niður í vélarrúm og þar er aðeins vatn að leka inn. Okkur finnst líklegasta skýringin að við hefðum lent á rekaviðardrumb. Við byrjum að dæla út og köllum í gæsluna og útskýrum stöðuna. Síðan voru tveir bátar þarna í nágrenninu.“ Sjö um borð í bátnum Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Rúnar kveðst þakklátur öllum sem lögðu hönd á plóg. „Við erum náttúrulega mjög þakklátir þeim og viðbrögðunum frá björgunarfélaginu og bara öllum hérna. Það voru fjölmargir sem hjálpuðu okkur, bara eins og gerist í litlum samfélögum.“ Sjö voru um borð í bátnum. „Þetta er mikið harðkjarnalið þannig að það voru allir mjög rólegir.“ Skelfing hafi ekki gripið um sig á meðal farþega. Mikill titringur var frá vélinni áður en ákveðið var að drepa á henni. Síðar kom í ljós að eitt skrúfublaðanna hefði brotnað. „Við það kemur svo mikill víbringur á öxulinn að það skemmir sem sagt þéttinguna sem fer yfir öxulinn og þá lekur inn með öxlinum.“ Enginn bilbugur á hópnum Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í gærkvöldi og varð engum meint af. Rúnar segir að fólkið hafi ekki verið óttaslegið og að í dag sé enginn bilbugur á hópnum. „Nei í rauninni ekki. Það hefur verið regla í okkar fyrirtæki að ef eitthvað kemur upp – það getur verið vont veður eða að einhverjir verði hræddir – að þá köllum við alltaf til svona áfallahjálparteymi til að koma og spjalla. Við gerðum það í gær. Við áttum bara gott spjall á hótelinu. Allir eru bara mjög ánægðir þrátt fyrir þessa uppákomu.“ Rúnar Óli segir tökuliðið ætla að slaka á í dag en á morgun verði haldið af stað til Hornvíkur að nýju en á öðrum bát.
Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54 Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16. mars 2021 20:54
Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16. mars 2021 17:04