Faizutdinov fékk pökk í höfuðið í leik ungmennaliða Dynamo St. Petersburg og Loko Yaroslavl á föstudaginn.
Læknar liðanna hlúðu að Faizutdinov á ísnum áður en hann var fluttur á spítala í Yaroslavl.
Eftir að hafa barist fyrir lífi sínu í nokkra daga lést Faizutdinov í gær. Hann var aðeins nítján ára gamall.
Einnar mínútu þögn verður fyrir næstu leiki í rússnesku íshokkídeildunum til minningar um Faizutdinov.