Er Davíð Snorri að ljúga eða veit hann ekki betur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 09:01 Davíð Snorri Jónsson er að fara að stýra 21 árs landsliðinu í fyrsta sinn á EM en hann hefur samt lengi starfað fyrir KSÍ. Getty/Alex Grimm UEFA var ekki að leka neinum upplýsingum um íslenska EM-hópinn að mati Guðmundar Benediktssonar sem vill þó ekki trúa því að þjálfari 21 árs landsliðsins hafi verið að ljúga að íslenskum fjölmiðlamönnum í gær. Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Sjá meira