Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 14:17 Suðurlandsvegur við syðri enda Fagradalsfjalls við Borgarfjall í gær. Vísir/Jóhann K. Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Öllu rólegra var á óróasvæðinu á Reykjanesskaga síðastliðna nótt en undanfarna daga. Frá miðnætti til klukkan sex í morgun mældust um fimm hundruð jarðskjálftar og var engin þeirra yfir þrír að stærð. Virknin er áfram mest syðst við Fagradalsfjall og austan við Þorbjörn. Jarðskjálftavirkni hefur svo verið að aukast lítillega með morgninum og urðu fjórir stærri en þrír um klukkan níu. „Aftur á móti er einhver þróun í skjálftavirkninni. Hún er ekki alveg á sama stað og hún var. Hún er norðaustan og er svona á svipuðum stað og fyrri hluta síðustu viku,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag.Vísir/Stöð 2 Kvikugangurinn við Fagradalsfjall heldur áfram að stækka jafnt og þétt og samkvæmt nýjustu mælingum er kvikan á svipuðum stað og áður, á um kílómetra dýpi. „Við vorum að fá nýjar InSar myndir í morgun og fyrstu útreikningar benda til þess að hún sé á svipuðu dýpi. Svona efri hlutinn á þessu er í kringum einn kílómetri,“ segir Benedikt. Vísindamenn telja áfram líklegast að komi til eldgoss verði það við Nátthaga. Almannavarnir vinna því að undirbúningi viðbragðsáætlana komi til eldgoss. „Við sjáum alveg skýr merki um kvikuflæði enn þá. Ég held að þessa sé svona stund milli stríða frekar en að þetta sé að enda. Allavega lítur það þannig út núna,“ segir Benedikt. Vísindaráð almannavarna kemur til fundar eftir hádegi í dag þar sem rýnt verður í nýjustu gögn. „Við munum ræða þessa þróun í Vísindaráði og einmitt hvað þetta þýðir að við erum að sjá skjálftavirknina minnka og hreyfast til og einnig fara yfir GPS mælingar og InSar myndina saman ásamt þessari skjálftavirkni,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08