Þetta gæti verið einfalt Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:01 Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki. Íþyngjandi regluverk mannanna hefur sniðið atvinnulífinu þröngan stakk og hamlað samkeppnishæfni landsins. Reglurnar eiga að styðja við verkið en ekki hindra það. Það er nákvæmlega kjarninn í vandanum. Regluverkið okkar, sérstaklega er snýr að atvinnulífinu, reynist of íþyngjandi. Vandinn er ekkert einungis vegna þess að ráðherrar og þingmenn eru svo duglegir að setja lög og reglur, heldur má vera að regluverkið reynist þungt vegna þess hve margir aðilar koma að samningu reglna. Hér eru sveitarfélög hvert um sig að setja sér reglur og jafnvel hafa hinar ýmsu opinberu stofnanir heimild til að setja sér heilmargar reglur. Samkeppni er af hinu góða Skilvirkni og hagkvæmni eru lykilatriði í samkeppnishæfni landsins. Það felast gríðarleg fjárhagsleg verðmæti í því að einfalda regluverkið. Sveigjanlegra umhverfi atvinnulífsins mun efla samkeppnishæfni landsins, auka framleiðni og hagvöxt og skapa fleiri störf. Rafrænar lausnir Einföldum málið og verum í takt við tímann. Að setja upp eyðublað á vefsvæði er svo einfalt mál að það er hlægilegt að öll eyðublöð í opinberri þjónustu séu ekki komin á rafrænt form. Gefum aðeins í. Rafrænar lausnir í opinberri þjónustu er einnig lykillinn að því að auka samkeppnishæfni landsbyggðarinnar, þar sem ekki er hægt að tryggja útibú eða þjónustu á staðnum. Endurskoðun skattkerfisins Lækkun. Einföldun. Útrýming á landsbyggðarskatt. Stikkorðin ættu duga hér í bili. Skattkerfið er út af fyrir sig efni í aðra grein. Hver borgar brúsann? Covid-viðspyrnan krefst útgjalda. Allar þær hugmyndir að stórauka umsvif ríkisins og að ráða skuli stórt hlutfall atvinnulausra í opinber störf rímar illa saman við hallann á ríkisrekstrinum. Gera þarf frekar ráð fyrir því að ríkið tryggi grunnþjónustu. Augljóslega þarf að ákveða hver þjónusta ríkisins á að vera til frambúðar og standa þarf við þær skuldbindingar. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að einhver þarf að lokum að borga brúsann. Sterkt atvinnulíf er einmitt forsenda þess að ríkið afli sér tekna til að mæta auknum útgjöldum. Styrkjum atvinnulíf með einfaldara regluverki og bættu skattkerfi. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun