„Það eru allir að tala um píkur alla daga“ Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2021 17:22 Brynjar telur ekki hættandi á að halda tækifærisræður því hann hafi engan áhuga á því að vera orðinn fréttaefni næsta dags fyrir að hafa sagt tvíræðan brandara. Það væri einatt túlkað sem árás á konur jafnvel þó grínið væri á kostnað karlsins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson alþingismaður er hættur að halda tækifærisræður vegna viðtekinnar móðgunargirni og ríkjandi vandlætingar. Brynjar var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þeir ræddu útskúfunarofstopa sem mörgum þykir nóg um, meðal annarra þeim Brynjari og Þórarni. Ætlar ekki að verða fréttaefni vegna tvíræðra bandara Brynjar segir umrætt fyrirbærið stórskaðlegt, varasamt og upplýsti að sjálfur væri hann hættur að halda tækifærisræður. En oft er leitað til pólitíkusa af ýmsum hópum og félagasamtökum með slíkt. En fólk sé orðið svo upptekið af því að móðgast að ekki sé á það hættandi. Brynjar geti ekki einu sinni gert grín að sjálfum sér án þess að því væri illa tekið, að sögn. En þeir félagar urðu afdráttarlausari eftir því sem á þáttinn leið. Brynjar sagði móðgunargirnina bara aukast og aukast og meðal þess sem glatist í því fári öllu sé kímnigáfan. Það gerist ekki á einni nóttu en með afar markvissum hætti þó. Hérna lenti ég í skemmtilegri umræðu um helstu vandamál í íslensku samfélagi nú um stundir. Deili þessu svo samfélagsverkfræðingarnir og rétthugsunarliðið geti fussað og sveiaðPosted by Brynjar Níelsson on Mánudagur, 15. mars 2021 „Þú finnur alveg að menn veigra sér við því að segja eitthvað, jafnvel mjög fyndið af því að það gæti hugsanlega móðgað einhvern. Hvert erum við komin þá?“ spurði Brynjar gáttaður og lýsti því svo yfir að hann væri alveg snarhættur því að halda tækifærisræður. „Ég ætla ekki að horfa á í fréttum, í einhverjum fjölmiðlum daginn eftir að Brynjar Níelsson hafi verið með tvíræðan brandara. Þú mátt ekki segja neina kynferðislega brandara. Það er alltaf árás á einhvern.“ Stanslaust píkutal Þetta þótti Brynjari öfugsnúið í ljósi kröfu sem sett hefur verið fram: „Hjá einhverjum kvennahópum að það sé eilíft talað um píkuna. Menn tala ekki um neitt annað en þessa píku. Það eru allir að tala um píkur alla daga. Og enn eru menn að halda því fram að hún sé eitthvað tabú?! Ef þú vilt tala um píkuna á þér þá bara gerir þú það. Mér er nákvæmlega sama,“ sagði Brynjar. Og bætti því við að ef hann segði brandara um kynferðisleg samskipti fólks væri það jafnvel orðið fréttaefni og héti þá árás og aðför að konum, jafnvel þó brandarinn væri á kostnað karla. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Alþingi Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Brynjar var gestur Þórarins Hjartarsonar sem heldur úti hlaðvarpsþættinum Ein pæling. Þeir ræddu útskúfunarofstopa sem mörgum þykir nóg um, meðal annarra þeim Brynjari og Þórarni. Ætlar ekki að verða fréttaefni vegna tvíræðra bandara Brynjar segir umrætt fyrirbærið stórskaðlegt, varasamt og upplýsti að sjálfur væri hann hættur að halda tækifærisræður. En oft er leitað til pólitíkusa af ýmsum hópum og félagasamtökum með slíkt. En fólk sé orðið svo upptekið af því að móðgast að ekki sé á það hættandi. Brynjar geti ekki einu sinni gert grín að sjálfum sér án þess að því væri illa tekið, að sögn. En þeir félagar urðu afdráttarlausari eftir því sem á þáttinn leið. Brynjar sagði móðgunargirnina bara aukast og aukast og meðal þess sem glatist í því fári öllu sé kímnigáfan. Það gerist ekki á einni nóttu en með afar markvissum hætti þó. Hérna lenti ég í skemmtilegri umræðu um helstu vandamál í íslensku samfélagi nú um stundir. Deili þessu svo samfélagsverkfræðingarnir og rétthugsunarliðið geti fussað og sveiaðPosted by Brynjar Níelsson on Mánudagur, 15. mars 2021 „Þú finnur alveg að menn veigra sér við því að segja eitthvað, jafnvel mjög fyndið af því að það gæti hugsanlega móðgað einhvern. Hvert erum við komin þá?“ spurði Brynjar gáttaður og lýsti því svo yfir að hann væri alveg snarhættur því að halda tækifærisræður. „Ég ætla ekki að horfa á í fréttum, í einhverjum fjölmiðlum daginn eftir að Brynjar Níelsson hafi verið með tvíræðan brandara. Þú mátt ekki segja neina kynferðislega brandara. Það er alltaf árás á einhvern.“ Stanslaust píkutal Þetta þótti Brynjari öfugsnúið í ljósi kröfu sem sett hefur verið fram: „Hjá einhverjum kvennahópum að það sé eilíft talað um píkuna. Menn tala ekki um neitt annað en þessa píku. Það eru allir að tala um píkur alla daga. Og enn eru menn að halda því fram að hún sé eitthvað tabú?! Ef þú vilt tala um píkuna á þér þá bara gerir þú það. Mér er nákvæmlega sama,“ sagði Brynjar. Og bætti því við að ef hann segði brandara um kynferðisleg samskipti fólks væri það jafnvel orðið fréttaefni og héti þá árás og aðför að konum, jafnvel þó brandarinn væri á kostnað karla.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Alþingi Félagasamtök Félagsmál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira