„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 11:56 Guðmundur Felix fór í klippingu þegar hann fór heim af spítalanum um helgina og birti þessa mynd af því tilefni á Facebook. Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira