„Reiður og vonsvikinn“ Ronaldo svaraði gagnrýnisröddunum með fullkominni þrennu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 11:31 Cristiano Ronaldo skoraði sína 57. þrennu á ferlinum í gær. ap/Alessandro Tocco Eftir erfiða daga í kjölfar þess að Juventus féll úr leik í Meistaradeild Evrópu skoraði Cristiano Ronaldo þrennu þegar ítölsku meistararnir sigruðu Cagliari, 1-3, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ronaldo fékk sinn skerf af gagnrýni eftir að Juventus komst ekki áfram í Meistaradeildinni í síðustu viku, þrátt fyrir 3-2 sigur á Porto. Ronaldo var sérstaklega gagnrýndur fyrir furðulega tilburði í varnarveggnum í öðru marki Porto. Giovanni Cobolli, fyrrverandi forseti Juventus, sagði meðal annars að það hefðu verið stór mistök hjá félaginu að kaupa Ronaldo fyrir þremur árum. Ronaldo sýndi hins vegar allar sínar bestu hliðar á Sardiníu í gær og skoraði fullkomna þrennu, eitt mark með hægri fæti, eitt með þeim vinstri og eitt með skalla, á aðeins 22 mínútum í fyrri hálfleik. Á 10. mínútu reis Ronaldo hæst í vítateig Cagliari og skallaði hornspyrnu Juans Cuadrado í netið. Á 25. mínútu skoraði Portúgalinn annað mark sitt úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Ronaldo skoraði svo þriðja markið með föstu vinstri fótar skoti á 32. mínútu. Í kjölfarið hljóp hann að myndavélunum og benti á eyrað á sér til að sýna að hann hefði hlustað á gagnrýnisraddirnar. Giovanni Simeone lagaði stöðuna fyrir Cagliari á 61. mínútu en sigur Juventus var aldrei í hættu. Juventus er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 55 stig, tíu stigum á eftir toppliði Inter. Klippa: Cagliari 1-3 Juventus Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, var að vonum ánægður með hvernig Ronaldo og félagar svöruðu vonbrigðunum gegn Porto. „Hann var reiður og vonsvikinn, ekki bara fyrir sína hönd heldur einnig hönd liðsins því hann er hluti af því og það var erfitt fyrir alla að kyngja því að detta út úr Meistaradeildinni,“ sagði Pirlo eftir leik. „Hann spilaði frábærlega og sýndi hversu ótrúlegur sigurvegari hann er, lét verkin tala inni á vellinum.“ Klippa: Viðtal við Andrea Pirlo Þrennan sem Ronaldo skoraði í gær var hans 57. á ferlinum. Hann hefur skorað þrjá þrennur fyrir Juventus, gerði eina fyrir Manchester United, 44 fyrir Real Madrid og níu með portúgalska landsliðinu. Ronaldo er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur með 23 mörk. Romelu Lukaku, framherji Inter, er næstmarkahæstur með nítján mörk. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01 Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Pele óskaði Cristiano Ronaldo til hamingju Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur sent Portúgalanum Cristiano Ronaldo hamingjuóskir nú þegar CR7 hefur „endanlega“ bætt markamet Pele. 15. mars 2021 09:01
Ronaldo sá um Cagliari Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í fyrri hálfleik í öruggum sigri Ítalíumeistara Juventus á Cagliari í dag. 14. mars 2021 18:55