Beyoncé og Taylor Swift skráðu sig á spjöld Grammy-sögunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 07:16 Beyoncé á Grammy-verðlaunahátíðinni í gær. Getty/Kevin Winter Bandarísku tónlistarkonurnar Beyoncé og Taylor Swift rituðu nöfn sín á spjöld sögunnar á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í gær. Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube Grammy Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Beyoncé vann sín 28. Grammy-verðlaun og hefur enginn í sögu verðlaunanna unnið fleiri. Beyoncé tók þannig fram úr bluegrass-söngkonunni Alison Krauss sem hefur unnið til 27 Grammy-verðlauna. Beyoncé vann til tveggja verðlauna í gær, annars vegar fyrir besta tónlistarmyndbandið við lagið Brown Skin Girl og hins vegar fyrir bestu frammistöðuna í R&B-tónlist fyrir lag sitt Black Parade. Taylor Swift var verðlaunuð fyrir plötu ársins, Folklore, og varð þar með fyrsti kvenkyns tónlistarmaðurinn til að vinna í þeim flokki þrisvar sinnum. Swift fékk sömu verðlaun 2010 fyrir plötu sína Fearless og svo aftur 2016 fyrir plötuna 1989. Aðeins þrír karlkyns tónlistarmenn höfðu áður náð þeim árangri að vinna þrisvar fyrir bestu plötuna, þeir Frank Sinatra, Paul Simon og Stevie Wonder. Billie Eilish vann síðan fyrir bestu smáskífuna annað árið í röð með lagi sínu Everything I Wanted. I Can‘t Breathe með H.E.R. var valið lag ársins og nýliði ársins var Megan Thee Stallion. watch on YouTube Þá vann Hildur Guðnadóttir, tónskáld, Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jókerinn eins og greint var frá hér á Vísi í gærkvöldi. Helstu sigurvegarar Grammy-verðlaunanna 2021: Smáskífa ársins: Billie Eilish – Everything I Wanted Plata ársins: Taylor Swift – Folklore Lag ársins: H.E.R. – I Can‘t Breathe Nýliði ársins: Megan Thee Stallion Besta poppplatan – sungin: Dua Lipa – Future Nostalgia Besti sóló-poppflytjandinn: Harry Styles – Watermelon Sugar Besta poppdúóið/poppsveitin: Lady Gaga og Ariana Grande – Rain on Me Besta poppplatan – hefðbundin: James Taylor – American Standard Besta raftónlistarplatan: Kaytranada - Bubba Besta rokkplatan: The Strokes – The New Abnormal Besta alternative-platan: Fiona Apple – Fetch the Bolt Cutters Besta R&B-platan: John Legend – Bigger Love Besta rappplatan: Nas – King‘s Disease Besta kántríplatan: Miranda Lambert – Wildcard Ítarlegri lista um sigurvegara á Grammy-verðlaununum 2021 má nálgast á vef Guardian. Hér fyrir neðan má sjá tónlistaratriðin sem flutt voru á verðlaunaathöfninni í gær. watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube watch on YouTube
Grammy Menning Mest lesið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Tónlist Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning