„Við gerum hlutina erfiðari en þeir eiga að vera“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2021 07:00 Ole Gunnar Solskjær var sáttur með sigur sinna manna en hefði viljað klára dæmið með fleiri mörkum. EPA-EFE/Peter Powell Ole Gunnar Solskjær sagði í viðtali eftir 1-0 sigur Manchester United gegn West Ham United í gærkvöldi að sínir menn flæki hlutina oftar en ekki fyrir sér og gerðu þá þar af leiðandi erfiðari en þeir ættu að vera. „Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
„Eins og við var að búast þá gera þeir manni lífið leitt. Við fengum nokkur færi og við hefðum átt að vera búnir að koma okkur í betri stöðu, fengum nokkur fín færi til að klára leikinn. En við förum sjaldan auðveldu leiðina og gerum hlutina oft erfiðari en þeir eiga að vera,“ sagði Solskjær að leik loknum. „Þetta snýst um að gefa ekki boltann frá sér í gríð og erg. Fyrstu fimmtán mínútur leiksins gáfum við boltann frá okkur í hverri einustu sókn. Þú getur ekki byggt upp neina pressu eða almennileg áhlaup þannig, gefur þeim tækifæri til að sækja hratt og þetta verður enda á milli.“ „Snýst um að róa leikmenn, vera rólegri á boltann og á endanum færðu færi og vonandi getur nýtt eitthvað af þeim. Við gerðum það reyndar ekki en þetta var fínt fast leikatriði og við skoruðum,“ sagði Ole um sigurmarkið sem reyndist sjálfsmark eftir hornspyrnu Bruno Fernandes. „Ekki gefa þeim tækifæri að óþörfu því við vitum hversu hættulegar skyndisóknir þeirra eru sem og föst leikatriði. Halda skipulagi, vera þolinmóðir og færin munu koma,“ sagði Norðmaðurinn um West Ham. „Þeir pressa meira en það gaf okkur einnig betri tækifæri til að sækja á þá. Við komumst í fínar stöður en náðum ekki þessari síðustu sendingu eða skoti þegar á þurfti. Hefðum átt að skora fleiri mörk en að sama skapi hefðu þeir alveg eins getað skorað undir lokin því við vitum hversu hættulegir þeir eru.“ „Mikilvæg þrjú stig. Við vitum að West Ham er í baráttunni um að komast í Meistaradeildina. Við héldum marki okkar hreinu enn og aftur, eitthvað sem við höfum gert mikið af undandarið, höfum verið öflugir varnarlega. Hugarfar, ákveðni og hungur er til staðar, reynslan mun svo fylgja í kjölfarið. Við erum enn með ungt lið, ungir leikmenn í fremstu víglínu, erum með nokkra frá vegna meiðsla en þeir sem spiluðu stóðu sig,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, að lokum. Eftir sigur gærkvöldsins er Man United í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á undan Leicester City. Á fimmtudag fer liðið til Mílanó á Ítalíu og etur kappi við AC Milan í Evrópudeildinni. Fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum lauk með 1-1 jafntefli og því þarf United að sækja til sigurs. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira