Ósáttur með fyrri hálfleiks frammistöðu sinna manna og spurði hvort dómararnir kæmu ekki í viðtöl eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 19:30 José Mourinho var ekki sammála ákvörðunum dómara dagsins. Þá tók hann fram að sínir menn hefðu verið skelfilegir í fyrri hálfleik. EPA-EFE/Julian Finney José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, var ekki alveg sammála dómara Norður-Lundúnaslagsins. Alexandre Lacazette skoraði sigurmark Arsenal gegn Tottenham í dag úr vítaspyrnu. „Eru engin viðtöl eftir leik við dómara?“ sagði Mourinho kíminn að loknu 2-1 tapi Tottenham gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ásamt því að Arsenal fékk vítaspyrnu sem Mourinho fannst engan veginn vera vítaspyrna eins og kom fram í viðtali við hann eftir leik þá var Erik Lamela rekinn af velli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að reka hendina í andlit Kieran Tierney, vinstri bakvörð Arsenal. „Mér fannst við spila rosalega illa í fyrri hálfleik. Það gaf ekki rétta mynd af fyrri hálfleiknum að staðan hafi verið 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Við vorum lélegir, vörðumst illa, engin áræðni og enginn kraftur. Sóknarlega voru mikilvægir leikmenn í feluleik, fyrri hálfleikur var mjög slæmur.“ „Í síðari hálfleik gátum við aðeins bætt okkur, sem við gerðum. Svo er það spurning – ómöguleg spurning þar sem þeir tala ekki – sem aðeins Michael [Oliver, dómari leiksins] og mögulega Paul Tierney [mynbandsdómari leiksins] geta svarað. Samkvæmt Kevin Friend [fjórði dómari leiksins] þá sagði dómarinn að hann hefði séð atvikið vel,“ sagði Mourinho um dómgæsluna í dag. „Ef við förum aftur á byrjunina þá spiluðum við mjög illa í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn betri og við náðum stjórn á leiknum. Við gerðum breytingar til að reyna vinna leikinn, svo er vítaspyrnan og eftir vítaspyrnuna fær [Erik] Lamela sitt annað gula spjald. Þrátt fyrir það þá reyndi liðið að ná í úrslit.“ Að lokum var Mourinho spurður út í vítaspyrnuna sem Arsenal fékk. Hann vildi lítið tjá sig en gaf þó klárlega í skyn að honum hefði ekki fundist vera um vítaspyrnu að ræða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
„Eru engin viðtöl eftir leik við dómara?“ sagði Mourinho kíminn að loknu 2-1 tapi Tottenham gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ásamt því að Arsenal fékk vítaspyrnu sem Mourinho fannst engan veginn vera vítaspyrna eins og kom fram í viðtali við hann eftir leik þá var Erik Lamela rekinn af velli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að reka hendina í andlit Kieran Tierney, vinstri bakvörð Arsenal. „Mér fannst við spila rosalega illa í fyrri hálfleik. Það gaf ekki rétta mynd af fyrri hálfleiknum að staðan hafi verið 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Við vorum lélegir, vörðumst illa, engin áræðni og enginn kraftur. Sóknarlega voru mikilvægir leikmenn í feluleik, fyrri hálfleikur var mjög slæmur.“ „Í síðari hálfleik gátum við aðeins bætt okkur, sem við gerðum. Svo er það spurning – ómöguleg spurning þar sem þeir tala ekki – sem aðeins Michael [Oliver, dómari leiksins] og mögulega Paul Tierney [mynbandsdómari leiksins] geta svarað. Samkvæmt Kevin Friend [fjórði dómari leiksins] þá sagði dómarinn að hann hefði séð atvikið vel,“ sagði Mourinho um dómgæsluna í dag. „Ef við förum aftur á byrjunina þá spiluðum við mjög illa í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn betri og við náðum stjórn á leiknum. Við gerðum breytingar til að reyna vinna leikinn, svo er vítaspyrnan og eftir vítaspyrnuna fær [Erik] Lamela sitt annað gula spjald. Þrátt fyrir það þá reyndi liðið að ná í úrslit.“ Að lokum var Mourinho spurður út í vítaspyrnuna sem Arsenal fékk. Hann vildi lítið tjá sig en gaf þó klárlega í skyn að honum hefði ekki fundist vera um vítaspyrnu að ræða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira