Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 07:04 Aníta Rós Kristjánsdóttir, sem hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hér er hún að vinna í hesthúsinu í Austurási í Árborg við að skipta faxinu á merinni Kröflu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri. Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira