Mæla með að þjálfari Keflavíkur taki hálfleiksræður sínar einfaldlega fyrir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 23:00 Það sem Hjalti Þór er að segja við sína menn í hálfleik virðist vera að virka. Ekkert lið Dominos-deildar karla er jafn gott í síðari hálfleik og Keflavík. Vísir/Daniel Thor Gott gengi Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna til þessa í Dominos-deild karla var til umræðu í síðasta þætti Dominos-Körfuboltakvölds. „Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
„Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira