Enski boltinn

Stað­festir að E­ver­ton bjóði Gylfa nýjan samning

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi fagnar marki gegn Leeds á Elland Road.
Gylfi fagnar marki gegn Leeds á Elland Road. Michael Regan/Getty Images

Gylfa Þór Sigurðssyni verður boðinn nýr samningur hjá Everton. Þetta staðfesti Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, í gær.

Núverandi samningur íslenska landsliðsmannsins við bláklædda Bítlaborgarliðið rennur út sumarið 2022.

Ancelotti staðfesti í samtali við blaðamanninn Paul Joyce, sem er skríbent hjá Sunday Times, að Hafnfirðingnum yrði boðinn nýr samningur.

„Við ætlum að ræða við hann til þess að framlengja samninginn hans. Ef hann er ánægður hérna, erum við ánægðir að hafa hann,“ sagði ítalski stjórinn.

Gylfi hefur verið ansi öflugur í liði Everton á leiktíðinni. Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp önnur níu í öllum keppnum á leiktíðinni.

Hann hefur leikið með Everton frá árinu 2017 er hann gekk í raðir enska liðsins frá Swansea.

Síðan þá hefur hann skorað 23 mörk en hann var keyptur fyrir 40 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður Everton frá upphafi.

Everton mætir Burnley á Goodison Park klukkan 17.30 í dag en Gylfi Þór er tæpur vegna meiðsla á ökkla.


Tengdar fréttir

Myndi velja Gylfa Þór sem víta­skyttu ef líf hans væri undir

Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Rætt var við Brian McDermott sem þjálfaði Gylfa um tíma hjá Reading.

Ökklinn gæti aftrað Gylfa frá því að mæta Jóhanni

Óvíst er hvort Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson mætast í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun, með liðum Everton og Burnley, þar sem Gylfi hefur glímt við smáægileg meiðsli í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×