Duglegasti leikmaður Everton, enginn betri í að klára færi og enn notaður sem fyrirmynd hjá Reading Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 09:01 Fyrirliðinn Gylfi er dáður og dýrkaður af fyrrum þjálfurum sínum hjá Reading og talinn leiða með góðu fordæmi hjá Everton. Emma Simpson/Getty Images Íþróttavefurinn The Athletic fór nýverið yfir mikilvægi Gylfa Þórs Sigurðssonar í Everton-liði sem hefur komið verulega á óvart það sem af er leiktíð. Er talið að reynsla og yfirvegun íslenska miðjumannsins sé eitthvað sem Carlo Ancelotti – stjóri Everton – hrífst af. Mikilvægi Gylfa Þórs sannaðist á dögunum er Ancelotti ætlaði að hvíla hann í leik gegn West Bromwich Albion. Það endaði með því að Gylfi kom inn af bekknum og lagði upp sigurmarkið innan við mínútu eftir að hann kom inn á. „Þessi augnablik eru Sigurðsson í hnotskurn. Í þeim er hann upp á sitt besta og hefur verið frá upphafi tímabilsins. Hinn 31 árs gamli leikmaður virðist vera ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Hann er að spila í sinni uppáhaldsstöðu og hefur nú skorað sex mörk ásamt því að leggja upp níu í öllum keppnum,“ segir í grein Athletic. If I could pick anyone in the world to take a penalty for my life, it would be Gylfi With 6 goals+9 assists, this has been a season of improvement for Sigurdsson. He splits opinion but has been trusted by successive #EFC managersInside his revival https://t.co/38FkE0FvP7— Patrick Boyland (@Paddy_Boyland) March 12, 2021 Frammistöður Gylfa Þórs það sem af er leiktíð eru töluvert betri en á þeirri síðustu þar sem hann fékk ekki beint að njóta sín í 4-4-2 leikkerfi Carlo Ancelotti. Þó ýmsir stuðningsmenn Everton ytra séu ekki alltaf par sáttir við Gylfa þá hefur hann alltaf spilað stóra rullu síðan hann kom til Everton. Hann hefur farið í gegnum fjölda stjóra á þeim tíma en alltaf er hann mikilvægt púsl í liði þeirra. Eftir æfingaleik gegn Blackpool fyrir tímabil – þar sem Gylfi Þór skoraði frábært aukaspyrnumark – þá sagði hann að Ancelotti væri að prófa hann sem djúpan miðjumann. Ítalinn hélt áfram að færa Gylfa sem spilaði í nánast öllum mögulegum stöðum á miðjunni áður en tímabilið hófst. Á endanum virðist Anelotti hafa komist að því að Gylfi Þór sé best nýttur sem „tía“ eða í holunni á bakvið framherja liðsins. Það hefur svo sannarlega gengið vel til þessa og Everton-liðið blómstrað með Gylfa sem einn af betri leikmönnum liðsins. Brian McDermott, sem þjálfaði Gylfa Þór hjá Reading í upphafi ferilsins er mikill aðdáandi íslenska miðjumannsins. „Frábær strákur, alveg eins og faðir sinn. Mikill atvinnumaður. Hann var alger fyrirmynd á öllum sviðum. Við þurfum að draga hann af æfingavellinum þegar við áttum leik daginn eftir því hann var að æfa aukaspyrnur,“ sagði McDermott. „Hann er ásamt Ian Hart [fyrrum leikmaður Leeds United] besti leikmaður sem ég hef séð taka föst leikatriði. Þeir æfðu út í eitt. Tæknilega séð er hann er frábær. Þú myndir kaupa hann bara út af því hversu góður hann er að taka föst leikatriði, hann getur sett boltann þangað sem hann vill. Hann öskrar ekki heldur sýndir fordæmi. Hann hagar sér eins og fyrirliði á æfingasvæðinu. Hann er hugsuður,“ bætti McDermott við. Nigel Gibbs er annar sem vann með Gylfa hjá Reading. Hann notar hann enn sem fyrirmynd fyrir yngri leikmenn liðsins. „Að fara í gegnum sendingaræfingar getur verið frekar leiðinlegt til lengdar en Gylfi gaf sig alltaf allan í hverja æfingu. Hann vissi hversu mikilvægt það væri að festa þetta í vöðvaminninu. Þessir litlu hlutir skipta miklu máli og ég nota hann enn sem dæmi í dag.“ „Meira að segja þegar hann spilaði sem djúpur miðjumaður hjá Everton – sem er ekki hans besta staða – þá gerði hann það því hann vissi að þjálfarinn þyrfti á honum að halda í þeirri stöðu. Hann hefur reynt að gera það sem hann var beðinn um.“ Gylfi Þór í leik gegn Liverpool með Reading árið 2010.EPA/LINDSEY PARNABY „Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi komið til baka eftir að hafa átt erfitt uppdráttar. Þjálfarinn mun elska hann út af hugarfarinu hans. Meira að segja þegar hann var ungur þá gat hann meðtekið allar þær upplýsingar sem við gáfum honum. Hann spurði gáfaðra spurninga og gerði það sem þurfti til að standa sig,“ sagði Gibbs og ljóst að Gylfi Þór er í miklum metum hjá þessum 55 ára gamla þjálfara. Leggur meira á sig en aðrir leikmenn Everton Gylfi Þór hefur alltaf lagt sig allan fram, æft aukalega og passað upp á mataræðið. Liðsfélagar hans hjá Everton telja að hann sé duglegasti leikmaður liðsins. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, lýsti Gylfa sem besta „slúttara“ sem hann hefur séð. Það er ágætis hrós því þó Godfrey sé ungur að árum þá eru ágætis framherjar í Everton-liðinu í dag. Þar mætti nefna Dominic Calver-Lewin eða Richarlison. Hjörvar Hafliðason er meðal þeirra sem eru spurðir út í Gylfa í greininni og nefnir hann frábært hugarfar Gylfa sem hefur fylgt honum frá yngri árum. Hjörvar bendir einnig á – líkt og aðrir í greininni – að Gylfi er í raun hinn fullkomni íþróttamaður. Carlo Ancelotti virðist kunna vel að meta eiginleika Gylfa Þórs á knattspyrnuvellinum.Jon Super/Getty Images Hann er ekki á baksíðum slúðurblaðanna, hann er ekki á skemmtistöðum, hann er íþróttamaður frá því hann vaknar á morgnana og þangað til hann fer að sofa á kvöldin. Utan vallar fer hann reglulega í golf en meira um einkalíf hans er í raun ekki vitað. Samningur Gylfa Þórs rennur út sumarið 2022. Hvort hann rói á önnur mið eða verði áfram hjá Everton á eftir að koma í ljós en það er öruggt að sama hver ákvörðunin verður þá mun hún ekki hafa mikil áhrif á frammistöður hans innan vallar. Gylfi er of mikill atvinnumaður til þess. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira
Mikilvægi Gylfa Þórs sannaðist á dögunum er Ancelotti ætlaði að hvíla hann í leik gegn West Bromwich Albion. Það endaði með því að Gylfi kom inn af bekknum og lagði upp sigurmarkið innan við mínútu eftir að hann kom inn á. „Þessi augnablik eru Sigurðsson í hnotskurn. Í þeim er hann upp á sitt besta og hefur verið frá upphafi tímabilsins. Hinn 31 árs gamli leikmaður virðist vera ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Hann er að spila í sinni uppáhaldsstöðu og hefur nú skorað sex mörk ásamt því að leggja upp níu í öllum keppnum,“ segir í grein Athletic. If I could pick anyone in the world to take a penalty for my life, it would be Gylfi With 6 goals+9 assists, this has been a season of improvement for Sigurdsson. He splits opinion but has been trusted by successive #EFC managersInside his revival https://t.co/38FkE0FvP7— Patrick Boyland (@Paddy_Boyland) March 12, 2021 Frammistöður Gylfa Þórs það sem af er leiktíð eru töluvert betri en á þeirri síðustu þar sem hann fékk ekki beint að njóta sín í 4-4-2 leikkerfi Carlo Ancelotti. Þó ýmsir stuðningsmenn Everton ytra séu ekki alltaf par sáttir við Gylfa þá hefur hann alltaf spilað stóra rullu síðan hann kom til Everton. Hann hefur farið í gegnum fjölda stjóra á þeim tíma en alltaf er hann mikilvægt púsl í liði þeirra. Eftir æfingaleik gegn Blackpool fyrir tímabil – þar sem Gylfi Þór skoraði frábært aukaspyrnumark – þá sagði hann að Ancelotti væri að prófa hann sem djúpan miðjumann. Ítalinn hélt áfram að færa Gylfa sem spilaði í nánast öllum mögulegum stöðum á miðjunni áður en tímabilið hófst. Á endanum virðist Anelotti hafa komist að því að Gylfi Þór sé best nýttur sem „tía“ eða í holunni á bakvið framherja liðsins. Það hefur svo sannarlega gengið vel til þessa og Everton-liðið blómstrað með Gylfa sem einn af betri leikmönnum liðsins. Brian McDermott, sem þjálfaði Gylfa Þór hjá Reading í upphafi ferilsins er mikill aðdáandi íslenska miðjumannsins. „Frábær strákur, alveg eins og faðir sinn. Mikill atvinnumaður. Hann var alger fyrirmynd á öllum sviðum. Við þurfum að draga hann af æfingavellinum þegar við áttum leik daginn eftir því hann var að æfa aukaspyrnur,“ sagði McDermott. „Hann er ásamt Ian Hart [fyrrum leikmaður Leeds United] besti leikmaður sem ég hef séð taka föst leikatriði. Þeir æfðu út í eitt. Tæknilega séð er hann er frábær. Þú myndir kaupa hann bara út af því hversu góður hann er að taka föst leikatriði, hann getur sett boltann þangað sem hann vill. Hann öskrar ekki heldur sýndir fordæmi. Hann hagar sér eins og fyrirliði á æfingasvæðinu. Hann er hugsuður,“ bætti McDermott við. Nigel Gibbs er annar sem vann með Gylfa hjá Reading. Hann notar hann enn sem fyrirmynd fyrir yngri leikmenn liðsins. „Að fara í gegnum sendingaræfingar getur verið frekar leiðinlegt til lengdar en Gylfi gaf sig alltaf allan í hverja æfingu. Hann vissi hversu mikilvægt það væri að festa þetta í vöðvaminninu. Þessir litlu hlutir skipta miklu máli og ég nota hann enn sem dæmi í dag.“ „Meira að segja þegar hann spilaði sem djúpur miðjumaður hjá Everton – sem er ekki hans besta staða – þá gerði hann það því hann vissi að þjálfarinn þyrfti á honum að halda í þeirri stöðu. Hann hefur reynt að gera það sem hann var beðinn um.“ Gylfi Þór í leik gegn Liverpool með Reading árið 2010.EPA/LINDSEY PARNABY „Það kemur mér ekki á óvart að hann hafi komið til baka eftir að hafa átt erfitt uppdráttar. Þjálfarinn mun elska hann út af hugarfarinu hans. Meira að segja þegar hann var ungur þá gat hann meðtekið allar þær upplýsingar sem við gáfum honum. Hann spurði gáfaðra spurninga og gerði það sem þurfti til að standa sig,“ sagði Gibbs og ljóst að Gylfi Þór er í miklum metum hjá þessum 55 ára gamla þjálfara. Leggur meira á sig en aðrir leikmenn Everton Gylfi Þór hefur alltaf lagt sig allan fram, æft aukalega og passað upp á mataræðið. Liðsfélagar hans hjá Everton telja að hann sé duglegasti leikmaður liðsins. Ben Godfrey, varnarmaður Everton, lýsti Gylfa sem besta „slúttara“ sem hann hefur séð. Það er ágætis hrós því þó Godfrey sé ungur að árum þá eru ágætis framherjar í Everton-liðinu í dag. Þar mætti nefna Dominic Calver-Lewin eða Richarlison. Hjörvar Hafliðason er meðal þeirra sem eru spurðir út í Gylfa í greininni og nefnir hann frábært hugarfar Gylfa sem hefur fylgt honum frá yngri árum. Hjörvar bendir einnig á – líkt og aðrir í greininni – að Gylfi er í raun hinn fullkomni íþróttamaður. Carlo Ancelotti virðist kunna vel að meta eiginleika Gylfa Þórs á knattspyrnuvellinum.Jon Super/Getty Images Hann er ekki á baksíðum slúðurblaðanna, hann er ekki á skemmtistöðum, hann er íþróttamaður frá því hann vaknar á morgnana og þangað til hann fer að sofa á kvöldin. Utan vallar fer hann reglulega í golf en meira um einkalíf hans er í raun ekki vitað. Samningur Gylfa Þórs rennur út sumarið 2022. Hvort hann rói á önnur mið eða verði áfram hjá Everton á eftir að koma í ljós en það er öruggt að sama hver ákvörðunin verður þá mun hún ekki hafa mikil áhrif á frammistöður hans innan vallar. Gylfi er of mikill atvinnumaður til þess.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Sjá meira