Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Lyon áttu að mæta toppliði frönsku deildarinnar á heimavelli á morgun. Nú er ljóst að leikurinn fer ekki fram þar sem þrír leikmenn toppliðsins greindust með kórónuveiruna fyrr í dag.
Le directeur général du football de l OL, Vincent Ponsot, réagit à l annulation du match #OLPSG prévu initialement ce samedi 13 mars au Groupama Stadium.https://t.co/PMF0Ild1tF
— OL Féminin (@OLfeminin) March 12, 2021
Mikil spenna var fyrir leikinn en loksins eru Evrópumeistarar Lyon að fá alvöru baráttu heima fyrir eftir að hafa rúllað yfir deildina undanfarin ár. Sem stendur er PSG á toppi deildarinnar með 43 stig eftir 15 leiki en Lyon er aðeins stigi á eftir toppliðinu.
Ekki hefur verið gefið út hvenær leikurinn verður spilaður.