Man United án fjölda lykilmanna um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 08:01 Þessir tveir eru meðal þeirra átta leikmanna Man United sem eru á meiðslalistanum. Clive Brunskill/Getty Images Ole Gunnar Solskjær hefur ekki úr mörgum mönnum að velja fyrir leik lærisveina sinna gegn West Ham United á sunnudag. Anthony Martial meiddist í jafnteflinu gegn AC Milan í Evrópudeildinni og fyrir voru fjölmargir lykilmenn frá vegna meiðsla. Framlína Manchester United er vægast sagt þunnskipuð fyrir leik helgarinnar. Edinson Cavani er ekki leikfær, sömu sögu er að segja af Marcus Rashford og þá meiddist Martial í vikunni og verður ekki með um helgina. Það er því ljóst að Amad Diallo gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir félagið er Man Utd tekur á móti West Ham á Old Trafford. Amad eins og hann er kallaður kom inn fyrir Martial gegn Milan og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Eins og staðan er í dag eru hann, Mason Greenwood og Daniel James einu leikfæru leikmenn liðsins í fremstu línu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Solskjær gerir en ásamt því að vera án sinna fremstu leikmanna þá er Paul Pogba enn frá vegna meiðsla. David De Gea er svo í sóttkví eftir að hafa farið til Spánar til að vera viðstaddur fæðingu frumburðarins. Solskjær sagði á blaðamannafundi í dag að hann viti ekki hvenær De Gea er laus úr sóttkvíinni. Það er því ljóst að Dean Henderson fær tækifæri í markinu gegn lærisveinum David Moys. Ásamt öllum þessum þá eru þeir Donny van de Beek, Juan Mata og Phil Jones einnig frá vegna meiðsla. Sá síðastnefndi mun eflaust ekki spila aftur fyrr en á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. 11. mars 2021 20:36 Simon Kjær bjargvættur AC Milan á Old Trafford Manchester United og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Amad Diallo kom Man Utd yfir en Simon Kjær jafnaði metin í uppbótartíma fyrir gestina frá Mílanó. 11. mars 2021 19:50 Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. 12. mars 2021 14:01 Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum. 4. mars 2021 16:01 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Framlína Manchester United er vægast sagt þunnskipuð fyrir leik helgarinnar. Edinson Cavani er ekki leikfær, sömu sögu er að segja af Marcus Rashford og þá meiddist Martial í vikunni og verður ekki með um helgina. Það er því ljóst að Amad Diallo gæti byrjað sinn fyrsta leik fyrir félagið er Man Utd tekur á móti West Ham á Old Trafford. Amad eins og hann er kallaður kom inn fyrir Martial gegn Milan og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. Eins og staðan er í dag eru hann, Mason Greenwood og Daniel James einu leikfæru leikmenn liðsins í fremstu línu. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað Solskjær gerir en ásamt því að vera án sinna fremstu leikmanna þá er Paul Pogba enn frá vegna meiðsla. David De Gea er svo í sóttkví eftir að hafa farið til Spánar til að vera viðstaddur fæðingu frumburðarins. Solskjær sagði á blaðamannafundi í dag að hann viti ekki hvenær De Gea er laus úr sóttkvíinni. Það er því ljóst að Dean Henderson fær tækifæri í markinu gegn lærisveinum David Moys. Ásamt öllum þessum þá eru þeir Donny van de Beek, Juan Mata og Phil Jones einnig frá vegna meiðsla. Sá síðastnefndi mun eflaust ekki spila aftur fyrr en á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. 11. mars 2021 20:36 Simon Kjær bjargvættur AC Milan á Old Trafford Manchester United og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Amad Diallo kom Man Utd yfir en Simon Kjær jafnaði metin í uppbótartíma fyrir gestina frá Mílanó. 11. mars 2021 19:50 Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. 12. mars 2021 14:01 Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum. 4. mars 2021 16:01 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku. 11. mars 2021 20:36
Simon Kjær bjargvættur AC Milan á Old Trafford Manchester United og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Amad Diallo kom Man Utd yfir en Simon Kjær jafnaði metin í uppbótartíma fyrir gestina frá Mílanó. 11. mars 2021 19:50
Harry Maguire fékk Rikka G til að fara upp á háa C-ið þegar hann „klúðraði einu besta færi allra tíma“ Manchester United átti alltaf að komast í 1-0 í fyrri hálfleiknum á móti AC Milan á Old Trafford í gærkvöldi. 12. mars 2021 14:01
Solskjær sendi De Gea í fæðingarorlof David de Gea, markvörður Manchester United, er farinn til Spánar en eiginkona hans, poppstjarnan Edurne, á von á þeirra fyrsta barni. Dean Henderson verður því í marki United í næstu leikjum. 4. mars 2021 16:01