Logi kom sínum mönnum til bjargar í síðasta leik á móti Stólunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 14:30 Logi Gunnarsson skoraði magnaða sigurkörfu í fyrri leik Njarðvíkur á móti Tindastól. Vísir/Vilhelm Njarðvík og Tindastóll hafa bæði tapað þremur leikjum í röð og þurfa svo sannarlega á sigri að halda þegar þau mætast í stórleik kvöldsins. Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Logi Gunnarsson stal sigrinum fyrir Njarðvík í síðasta leik á móti Tindastól en liðin mætast aftur í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík þar sem bæði lið þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda. Njarðvík tekur á móti Tindastól í kvöld í síðasta leik fjórtándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Njarðvík vann fyrri leikinn á Sauðárkróki með einu stigi, 108-107, eftir framlengdan leik, þar sem Logi Gunnarsson skoraði þriggja stiga körfu um leið og tíminn rann út. Njarðvík átti þá innkast 1,7 sekúndu fyrir leikslok og var tveimur stigum undir. Logi náði að losa sig og tókst að ná skoti áður en tíminn rann út og eins og hans er venja þá rataði boltann réttu leiðina í körfuna. Það má sjá þessa mögnuðu flautukörfu hér fyrir neðan. HÆTTESSU @logigunnars #dominosdeildin #körfubolti pic.twitter.com/Ar9XkL9TRJ— Domino's Körfuboltakvöld (@korfuboltakvold) January 17, 2021 Þessi naumi sigur og sú staðreynd að liðin eru með jafnmörg stig í áttunda og níunda sæti deildarinnar þýðir að liðin eru ekki aðeins að keppa um tvö stig í kvöld heldur einnig um betri stöðu í innbyrðis leikjum. Eins og staðan er núna gæti vel svo farið að þessir innbyrðis leikir munu ráða því hvort Njarðvík eða Tindastóll endi ofar í töflunni. Samkvæmt stigatöflunni eins og hún er núna, þá myndi það þýða það að vera í úrslitakeppni eða vera ekki úrslitakeppni. Gengi liðanna að undanförnu gerir sigur í kvöld enn mikilvægari því bæði liðin hafa tapað síðustu þremur leikjum sínum og hafa samanlagt aðeins fagnað tvisvar sigri í síðustu tíu leikjum. Saga síðustu ára segir okkur líka að það sé von á spennuleik í kvöld. Leikurinn í janúar vannst á einu stigi en það var þriðji leikur liðanna á síðustu þremur árum sem endaði með eins stigs sigri. Njarðvík vann 103-102 sigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í mars 2018 og Tindastóll vann 76-75 sigur í Ljónagryfjunni í janúar 2019. Pétur Rúnar Birgisson skoraði sigurstig Tindastóls á vítalínunni í janúar 2019 en tæpu ári áður voru það víti Maciek Stanislav Baginski sem tryggðu Njarðvík sigur. Útsending frá leik Njarðvíkur og Tindastóls hefst klukkan 20.05 á Stöð 2 Sport en á undan verður sýndur leikur Stjörnunnar og Þór Akureyrar á sömu stöð en útsendingin frá honum hefst klukkan 18.05. Dominos Körfuboltakvöld er síðan á dagskrá klukkan 22.00. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn