Kom steininum upp á fjallið með bakið upp við vegg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2021 10:22 Guðmundur Kjartansson er nýr stórmeistari í skák, sá fimmtándi í röðinni. Hann vann seiglusigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær og tryggði sér oddaskák í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur Kjartansson er fimmtándi stórmeistari Íslands í skák eftir dramatískan sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Guðmundur var með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu skákinni. Tap hefði enn fremur þýtt að biðin eftir stórmeistaratign, sem þegar var orðin mjög löng, hefði færst aftur úr seilingarfjarlægð. Bestu skákmenn Íslands bítast um farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Undanúrslitin fara fram þessa dagana og oddaskák fram undan í báðum einvígum. Helgi Áss Grétarsson hristi af sér svekkjandi yfirsjón gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni á miðvikudaginn og vann seiglusigur í húsakynnum Landsbankans í Austurstræti í gær. „Sá lærir sem lifir“ Skáksérfræðingar um allan heim hafa velt fyrir sér yfirsjón Helga Áss og um leið Hannesar Hlífars á miðvikudaginn sem fjallað var um á Vísi í gær. Báðir eru reyndir stórmeistarar sem ekki eru þekktir fyrir að gera mistök sem sumir myndu kenna við byrjendur. Hannes lék af sér og gaf Helga færi á að máta sig í tveimur leikjum. Helgi missti af tækifærinu og tapaði skákinni. Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák, tjáði Vísi í gær að svefnlausir mánuðir væru væntanlega fram undan hjá Helga eftir klúðrið. „Hvað get ég sagt? Engar málsbætur hef ég. Fyrir öllum svona yfirsjónum eru rökréttar ástæður. Aðalatriðið er samt að skák er skemmtileg og sá lærir sem lifir,“ sagði Helgi Áss í ummælum í hópnum Íslenskir skákmenn í gær. Óhætt er að segja að hann hafi lært og troðið sokki upp í margan sérfræðinginn með kænsku sinni í gær. Helgi Áss virðist hafa sofið ágætlega þrátt fyrir mistökin á miðvikudaginn miðað við frammistöðu hans í gær.Vísir/Vilhelm Á heimasíðu Skáksambandsins kemur fram að Helgi hafi byrjað af krafti og komið sér í stöðu til að tryggja sér sigur. Hann hafi í tímahraki tapað góðri stöðu og skákin lengi vel stefnt í jafntefli sem hefði tryggt Hannesi sæti í úrslitum. Hannes hafi hins vegar misst þráðinn og Helgi náð að snúa á hann og tryggja sér sigur. Hannes Hlífar var með hvítt í gær og dugði jafntefli til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Fram undan er oddaskák gegn Helga Áss í dag.Vísir/Vilhelm Björn Þorfinnsson hafði orð á því við Vísi í gær að enginn skildi afskrifa Helga enda einstakur keppnismaður. Það kom á daginn. Nýtti sér ónákvæmni Hjörvars Steins Í hinni skákinni mættust Hjörvar Steinn, stigahæsti skákmaður Íslands um þessar mundir, og Guðmundur sem fyrir daginn í gær var sá eini þeirra sem eftir standa án stórmeistaratignar. Eitthvað sem hann hefur elst við lengi. „Guðmundur hefur nú í næstum því áratug reynt að verða stórmeistari. Hann hefur lagt sig allan í þetta,“ sagði Björn við Vísi í gær. Pressan væri mikil á Guðmundi og líklega of mikil enda vann Hjörvar sannfærandi sigur í fyrstu skákinni. Sýsífos á leið upp fjallið með steininn.Wikimedia Commons Líkti hann Guðmundi við konunginn Sísýfos í grískri goðafræði. Sá var best þekktur fyrir að hafa verið refsað af Seifi með því að vera neyddur til að rúlla risastórum steini upp hæð sem myndi svo ætíð rúlla aftur niður á byrjunarreit í hvert sinn sem steinninn væri næstum kominn á toppinn. 11. mars mun seint gleymast ef og þegar ævisaga Guðmundar verður rituð. Eftir slysalega byrjun, þar sem hann tapaði peði snemma, náði Guðmundur að nýta sér ónákvæmni Hjörvars og tryggja sér sigur. Í hönd fóru miklar pælingar innan skáksamfélagsins hvort sigurinn hefði í raun tryggt Guðmundi tignina langþráðu. Inn í spilaði óvænt jafntefli gegn lakari spilara á móti á dögunum, móti sem er ekki lokið, og nýlegir sigrar á Margeiri Péturssyni. Sömuleiðis hvort Guðmundur gæti orðið af stórmeistaratign ef hann myndi tapa þriðju skákinni gegn Hjörvari sem fram undan er í gær. Guðmundur þungt hugsi í gær. Hjörvar Steinn klórar sér í skegginu.Vísir/Vilhelm Gunnar Björnsson, formaður Skáksambandsins, tók af allan vafa í gærkvöldi og nýtti hástafina þegar hann lýsti yfir í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn: „GUÐMUNDUR KJARTANSSON ER FIMMTÁNDI STÓRMEISTARI ÍSLANDS“ Úrslitin ráðast síðdegis Fram undan eru úrslitaskákir í einvígunum klukkan 17 í dag. Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. Úrslitaeinvígið hefst svo á morgun en þar mætast sigurvegarar í skákunum síðdegis í dag. Skák Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu Sjá meira
Bestu skákmenn Íslands bítast um farseðilinn á heimsbikarmótið í skák. Undanúrslitin fara fram þessa dagana og oddaskák fram undan í báðum einvígum. Helgi Áss Grétarsson hristi af sér svekkjandi yfirsjón gegn Hannesi Hlífari Stefánssyni á miðvikudaginn og vann seiglusigur í húsakynnum Landsbankans í Austurstræti í gær. „Sá lærir sem lifir“ Skáksérfræðingar um allan heim hafa velt fyrir sér yfirsjón Helga Áss og um leið Hannesar Hlífars á miðvikudaginn sem fjallað var um á Vísi í gær. Báðir eru reyndir stórmeistarar sem ekki eru þekktir fyrir að gera mistök sem sumir myndu kenna við byrjendur. Hannes lék af sér og gaf Helga færi á að máta sig í tveimur leikjum. Helgi missti af tækifærinu og tapaði skákinni. Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák, tjáði Vísi í gær að svefnlausir mánuðir væru væntanlega fram undan hjá Helga eftir klúðrið. „Hvað get ég sagt? Engar málsbætur hef ég. Fyrir öllum svona yfirsjónum eru rökréttar ástæður. Aðalatriðið er samt að skák er skemmtileg og sá lærir sem lifir,“ sagði Helgi Áss í ummælum í hópnum Íslenskir skákmenn í gær. Óhætt er að segja að hann hafi lært og troðið sokki upp í margan sérfræðinginn með kænsku sinni í gær. Helgi Áss virðist hafa sofið ágætlega þrátt fyrir mistökin á miðvikudaginn miðað við frammistöðu hans í gær.Vísir/Vilhelm Á heimasíðu Skáksambandsins kemur fram að Helgi hafi byrjað af krafti og komið sér í stöðu til að tryggja sér sigur. Hann hafi í tímahraki tapað góðri stöðu og skákin lengi vel stefnt í jafntefli sem hefði tryggt Hannesi sæti í úrslitum. Hannes hafi hins vegar misst þráðinn og Helgi náð að snúa á hann og tryggja sér sigur. Hannes Hlífar var með hvítt í gær og dugði jafntefli til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. Fram undan er oddaskák gegn Helga Áss í dag.Vísir/Vilhelm Björn Þorfinnsson hafði orð á því við Vísi í gær að enginn skildi afskrifa Helga enda einstakur keppnismaður. Það kom á daginn. Nýtti sér ónákvæmni Hjörvars Steins Í hinni skákinni mættust Hjörvar Steinn, stigahæsti skákmaður Íslands um þessar mundir, og Guðmundur sem fyrir daginn í gær var sá eini þeirra sem eftir standa án stórmeistaratignar. Eitthvað sem hann hefur elst við lengi. „Guðmundur hefur nú í næstum því áratug reynt að verða stórmeistari. Hann hefur lagt sig allan í þetta,“ sagði Björn við Vísi í gær. Pressan væri mikil á Guðmundi og líklega of mikil enda vann Hjörvar sannfærandi sigur í fyrstu skákinni. Sýsífos á leið upp fjallið með steininn.Wikimedia Commons Líkti hann Guðmundi við konunginn Sísýfos í grískri goðafræði. Sá var best þekktur fyrir að hafa verið refsað af Seifi með því að vera neyddur til að rúlla risastórum steini upp hæð sem myndi svo ætíð rúlla aftur niður á byrjunarreit í hvert sinn sem steinninn væri næstum kominn á toppinn. 11. mars mun seint gleymast ef og þegar ævisaga Guðmundar verður rituð. Eftir slysalega byrjun, þar sem hann tapaði peði snemma, náði Guðmundur að nýta sér ónákvæmni Hjörvars og tryggja sér sigur. Í hönd fóru miklar pælingar innan skáksamfélagsins hvort sigurinn hefði í raun tryggt Guðmundi tignina langþráðu. Inn í spilaði óvænt jafntefli gegn lakari spilara á móti á dögunum, móti sem er ekki lokið, og nýlegir sigrar á Margeiri Péturssyni. Sömuleiðis hvort Guðmundur gæti orðið af stórmeistaratign ef hann myndi tapa þriðju skákinni gegn Hjörvari sem fram undan er í gær. Guðmundur þungt hugsi í gær. Hjörvar Steinn klórar sér í skegginu.Vísir/Vilhelm Gunnar Björnsson, formaður Skáksambandsins, tók af allan vafa í gærkvöldi og nýtti hástafina þegar hann lýsti yfir í Facebook-hópnum Íslenskir skákmenn: „GUÐMUNDUR KJARTANSSON ER FIMMTÁNDI STÓRMEISTARI ÍSLANDS“ Úrslitin ráðast síðdegis Fram undan eru úrslitaskákir í einvígunum klukkan 17 í dag. Fyrst eru tefldar tvær atskákir (25+10). Verði jafnt verða tefldar aðrar tvær atskákir en þó með styttri umhugsunartíma (10+10). Verði enn jafnt verða tefldar tvær hraðskákir (5+3). Verði enn jafnt verður tefld bráðabanaskák þar sem svörtum dugar jafntefli. Hvítur fær 5 mínútur en svartur fær 4 mínútur. Viðbótartími, 2 sekúndur bætast við eftir á hvern leik eftir 60 leiki. Úrslitaeinvígið hefst svo á morgun en þar mætast sigurvegarar í skákunum síðdegis í dag.
Skák Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Fleiri fréttir Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu Sjá meira