Börn þeirra, Estelle og Óskar, eru í sóttkví. Þau sýna þó ekki einkenni.
Samkvæmt frétt Aftonbladet stendur smitrakning yfir og stýrir læknir sænsku konungsfjölskyldunnar henni. Ekki liggur fyrir hvernig hjónin smituðust.
Samkvæmt heimildum Aftonbladet hafa þeir sem hafa verið í samskiptum við hjónin farið í skimun en enginn þeirra hefur hingað til greinst smitaður. Hjónin segjast ekki hafa hitt neinn utan konungsfjölskyldunnar undanfarna daga.
Hjónin tóku PCR próf í gær og fengu jákvæða niðurstöðu í dag.