„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Svali Björgvinsson er flestum körfuboltaunnendum vel kunnugur. Stöð 2 Sport Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Á ársþingi KKÍ um komandi helgi verður lagt til að reglum um erlenda leikmenn verði breytt. Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá viðtal við Svala um komandi þing og hans skoðanir á þessum breytingum. Um hvað snúa þessar nýju reglur? „Þetta snýst ekki um að vera útlendingur eða Íslendingur. Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta. Mörgum finnst - til dæmis í vetur og síðasta vetur – þá hefur vægi íslenskra leikmanna verið of lítið, þá sérstaklega ungra leikmanna. Ég er einn af þeim, mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin sem þeir fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali. Á hvaða útfærslu er verið að horfa? „Útfærslan sem hefur verið lögð fyrir þingið og liggur núna fyrir þarf ekkert að vera sú rétta. Að það sé ákveðinn fjöldi Íslendinga sem þurfi að vera uppalinn innan KKÍ á hverjum tíma þannig að liðin geti – þau sem það vilja – haft fleiri erlenda leikmenn en það sé ákveðinn fjöldi – kannski tveir eða þrír – sem þurfa að vera inn á vellinum eru uppaldir innan KKÍ. Svipaða reglu eins og er í fjölmörgum löndum.“ Lið utan af landi eiga oft erfitt með að manna sín lið þar sem leikmenn á höfuðborgarsvæðinu eru ekki alltaf tilbúnir í slík ævintýri. Þau leita því erlendis í leit að liðsstyrk. „Það eru mörg lið sem hafa gengið ljómandi vel með allskonar útfærslum og reglum. Það hefur verið að talað um að ungir iðkendur hafi oft farið til Reykjavíkur til náms,“ sagði Svali og stakk upp á að ef til vill gætu aðrar reglur verið fyrir lið sem eru ekki á suðvesturhorni Íslands. „Ég held það sé aðalatriðið að finna reglu sem flestir eru sáttir við. Að við fáum þá gæði í erlendum leikmönnum og á sama tíma gefum við ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra og dafna í íslenskum körfubolta.“ Hefur þetta verið rætt inna hreyfingarinnar? „Þetta er rætt öllum stundum innan hreyfingarinnar. Þetta og margt annað. Körfubolti er falleg íþrótt og það eru margir fletir en það er búið að ræða þetta talsvert. Ég vona að þetta verði upplýstar og skynsamar umræður en ekki deilur. Þetta snýst ekki um hvernig tilteknu liði gengur á tilteknum tíma heldur hvernig byggjum við upp þessa fögru íþrótt, sem er í mikilli uppsveiflu, til framtíðar. „Það verður einhver lending. Mér finnst mikilvægt að allir séu sáttir við hana,“ sagði Svali að endingu. Klippa: Svali um breytingar innan KKÍ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira