Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17