Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. mars 2021 19:00 Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga halda áfram þótt skjálftum stærri en þrír hafi fækkað verulega. Virknin jókst í morgunsárið syðst í kvikuganginum, og er virknin nær staðbundin þar. Á sama tíma myndaðist óróahviða sem stóð í um tvær klukkustundir. Sú þriðja í röðinni. Viðvarandi smáskjálftavirkni er á svæðinu en kvikan er á um eins kílómetra dýpi og þarf ekki mikið til þess að brjótast út. Vísindamenn telja að kvikan hafi þrjá möguleika til þess að vaxa syðsta endanum. Það er að hún þrýstir út frá sér á þeim stað þar sem hún er. Að hún leiti til hliðar í stað þess að ná upp á yfirborðið eða að kvikan nái upp á yfirboðið með eldgosi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands segir stöðuna krítíska og að fylgjast þurfi vel með. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsVísir/Egill „Þegar að kvikan er svona skammt undir yfirborðinu að þá eru merki kannski ekki svo sterk. Það er ekkert stórt sem að gerist áður en að kvikan kemur upp til yfirborðs. Þetta er alls saman mjög krítískt og búið að búa til leið fyrir kvikuna til þess að ná nánast alla leið upp á yfirborð. Stærð gossins, komist það upp á yfirborðið, væri í líkindum við þrjár til fjórar Elliðaár, yrði rólegt hraungos og tíu sinnum minna en eldgosið í Holuhrauni í lok ágúst 2014. Vísindamenn telja að kvikan getið hegðað sér á þrjá vegu í kvikugöngunum. Hún gæti staðið í stað og þanist út á þeim stað sem hún er í jarpskorpunni. Hún gæti fundið sér leið áfram lárétt undir jarðlögum eða haldið áfram þá leið sem hún stefnir, upp á yfirborðið. Vísir/HÞ Þannig að brjótist eldgos út á þessu svæði þá gæti það gerst á þess að menn myndu vita af því? „Við reiknum með að sjá einhver ummerki sérstaklega í skjálftunum og hugsanlega aflögun en þau merki gætu verið mjög veik. Við höfum dæmi eins og eldgosið á Fimmvörðuhálsi þar sem að merkin voru svo væg að það voru bændur í kring sem sáu fyrst eldgosið,“ segir Freysteinn. Vísindaráð almannavarna fundaði ekki í dag en í tilkynningu frá því í gær segir að gera megi ráð fyrir jarðskjálftavirkni og óróahviðum sambærilegum og þeim sem mældust nú í morgun samfara stækkun kvikugangsins.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01 Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Kvikan hefur þrjá möguleika til þess að vaxa Jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall jókst um klukkan tuttugu mínútur yfir fimm í morgun. Samhliða henni myndaðist óróakviða sem stóð í um tvær klukkustundir. 9. mars 2021 12:01
Greina merki um óróa við Fagradalsfjall Upp úr klukkan fimm í morgun greindu náttúruvársérfræðingar á vakt á Veðurstofu Íslands merki um óróapúls við Fagradalsfjall. 9. mars 2021 06:17
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum