Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. mars 2021 12:35 Frá fundi þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag. Vísir/Sigurjón Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira
Níu konur hafa ákveðið að kæra Íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu en kynferðisbrotamál sem þær höfðu kært hér á landi voru annað hvort felld niður hjá saksóknara eða rannsókn hjá lögreglu hætt. Með kærunni er krafist réttlátrar málsmeðferðar og krafa til einkalífs virt. Konurnar sem kært hafa mál sín til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) höfðu allar kært kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða kynbundið áreiti til lögreglu en mál þeirra voru felld niður eftir rannsókn sem var staðfest af ríkissaksóknara. Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Lögmaður kvennanna níu segir að ríkið hafa brugðist skyldum sínum á kerfisbundin hátt, svipt konur rétti til réttlátrar málsmeðferðar og brotið gegn rétti kvenna til einkalífs.Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir kærurnar hafa verið lagðar fram í Mannréttindadómstólnum hver í sínu lagi. „Nú er búið að senda níu mál til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þau eru öll send sem einstök mál vegna þess að MDE tekur ekki á móti hópmálsóknum en við erum að vísa í sömu greinar Mannréttindasáttmálans í þessum málum og erum að fara yfir sömu brotalamirnar þannig að vonandi verða þau tekin fyrir saman ef það er hægt. Þau eru núna hjá dómstólnum og bíða eftir því að komast að,“ segir Steinunn.Í tilkynningu segir að einungis um 17% nauðgunarmála fari fyrir dómstól og að 13% endi með sakfellingu. „Miðað við þær tölur sem að við höfum þá sjáum við að um 70-85% af þeim málum sem eru tilkynnt til lögreglu um ofbeldisbrot gegn konum eru felld niður einhversstaðar í ferlinu. Þetta geta verið þá nokkrir tugir eða hátt í nokkur hundruð mál á ári,“ segir Steinunn. Steinunn segir að hægt sé að gera úrbætur strax. „Við höfum auðvitað ýtt við ríkisvaldinu í fjöldamörg ár um réttakerfið og að það ferli sem þar viðgengst henti ekki sérstaklega vel fyrir ofbeldismál gegn konum. Við höfum ekki fengið viðbrögð við þessu enn sem komið er en við köllum nú eftir viðbrögðum frá ríkinu og lögðum fram kröfur þrettán kvenna- og jafnréttissamtaka í dag og við viljum endilega fá viðbrögð ríkisins við því. Það er margt hægt að gera til þess að bæta málsmeðferðina í þessum málaflokki,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mannréttindadómstóll Evrópu Félagasamtök Tengdar fréttir Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Sjá meira
Stígamót ákveða að kæra niðurfelld kynferðisbrotamál til mannréttindadómstólsins Stígamót vinna nú að því að safna saman málum íslenskra kvenna sem eiga það sameiginlegt að kynferðisbrotamál þeirra hafi verið látin niður falla, í því skyni að kæra þau til Mannréttindadómstóls Evrópu. Talskona Stígamóta segir niðurfellingarhlutfallið í nauðgunarmálum óeðlilegt og að skoða þurfi hvort konurnar fái réttláta málsmeðferð. 23. ágúst 2019 18:30