Of mikill þungi hafi lent á Seðlabankanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. mars 2021 12:21 Kristrún Frostadóttir hagfræðingur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík í komandi alþingiskosningum. Of mikill þungi í efnahagsaðgerðum hins opinbera hefur lent á Seðlabankanum og fjármagn sem ríkið hefur dælt út í kerfið hefur ekki ratað á rétta staði. Þetta segir Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnir sveitarfélög fyrir að ráðast ekki í meiri fjárfestingar. Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur. Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Kristrún og Haraldur tókust á um hagstjórn ríkistjórnarinnar í faraldrinum í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristrún segir að of mikill þungi efnahagsaðgerða hafi lent á Seðlabankanum. „Annað hvort er það ríkið sem skuldsetur sig eða það er einkageirinn sem skuldsetur sig og þú kemst ekkert hjá þessari skuldsetningu. Ef að ríkið stígur ekki nógu fast á bensínið þá safnast þessar skuldir upp í einkageiranum og það er það sem hefur gerst. Við sjáum bara að Seðlabankinn stígur inn. Seðlabankinn er ekki pólitískur en aðgerðir ríkisstjórnarinnar, þær eru mjög pólitískar, þær skapa ákveðið svigrúm sem að Seðlabankinn telur sig þurfa að stíga inn í og það er pólitísk afleiðing,“ sagði Kristrún. Haraldur svaraði því til að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi orðið til þess að samdráttur hafi reynst minni en óttast var. „Þær mótvægisaðgerðir sem við fórum út í þær hafa unnið á móti samdrættinum. Þannig að ég segi, aðgerðir ríkisstjórnarinnar þær hafa virkað þannig að kreppan er ekki eins djúp,“ sagði Haraldur. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm Hlutabótaleiðin hafi verið eyðilögð Kristrún segir að hlutabótaleiðin hafi verið langbesta úrræði ríkisstjórnarinnar en að það úrræði hafi verið eyðilagt með uppsagnastyrkjunum og hertum kröfum um hlutabótaleiðina. „Mín gagnrýni hefur alla tíð snúið að því að kaupa sér tíma til þess að finna út leiðir til þess að styðja við þetta fólk sem er að vinna í þessum atvinnugreinum,“ sagði Kristrún og vísaði þar til þeirra atvinnugreina sem hafa orðið fyrir hvað mestu höggi í faraldrinum. „Vegna þess að þegar þú ert búinn að rjúfa ráðningarsambandið þá stendur þú í stöðunni sem þú ert núna í. Þú ert með aðgerðir til þess að hvetja til ráðninga, þú ert með ráðningarstyrki, það er verið að borga fyrirtækjum til þess að taka fólk aftur í vinnu og það er ekki verið að nýta þetta úrræði,“ sagði Kristrún. Viðbrögð sveitarfélaga vonbrigði Þá gagnrýnir Kristrún einnig hversu illa ríkið hafi farið af stað í opinberar fjárfestingar. Haraldur svaraði þeirri gagnrýni með því að benda á að ríkið beri ekki eitt ábyrgð á opinberum fjárfestingum. „Ríkið ber ekki eitt og sér ábyrgð á opinberum fjárfestingum, þar koma líka sveitarfélög fyrir. Við höfum orðið fyrir vonbrigðum með viðbrögð sveitarfélaganna við því að ráðast í fjárfestingar,“ sagði Haraldur.
Sprengisandur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent