Telur að Rashford þurfi á aðgerð að halda eftir Evrópumótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 12:30 Marcus Rashford er að glíma við meiðsli þessa dagana. Simon Stacpoole/Getty Images Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja þegar kemur að knattspyrnu, telur að Marcus Rashford sé að glíma við meiðsli á öxl og þurfi að fara í aðgerð þegar Evrópumótinu í sumar lýkur. Þetta kemur fram í tísti sem Winter birti á dögunum. „Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
„Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira