Benzema bjargaði stigi fyrir Real og hélt lífi í toppbaráttunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2021 17:10 Karim Benzema tryggði Real Madrid stig gegn Atlético Madrid í dag. Denis Doyle/Getty Images Atlético Madrid og Real Madrid mættust í stórleik dagsins í spænska boltanum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og toppbaráttan því enn á lífi en fyrir stuttu leit út fyrir að Atlético væri að stinga af. Atlético Madrid byrjaði leikinn mikið mun betur og kom Luis Suárez þeim yfir strax á 15. mínútu leiksins. Úrúgvæinn fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Marcos Llorente, fyrrum leikmanni Real. Færið var þröngt en Suárez afgreiddi það stórkostlega en smurði boltann niðri í fjærhornið með utanfótar skoti sem Thibaut Courtois réð ekki við í marki Real. Luis Suarez puts Atletico 1-0 up against Real Madrid with an outside-of-the-boot finish.Huge moment in the Liga title race pic.twitter.com/qB52ZLOPMC— B/R Football (@brfootball) March 7, 2021 Þegar skammt var til hálfleiks virtist sem gestirnir væru að fara fá vítaspyrnu. Boltinn virtist enda í hendi miðvarðarins Felipe en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið sjálfur aftur ákvað hann að ekki hefði verið um hendi að ræða. Því var ekkert dæmt og Atlético enn 1-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Yannick Carrasco fékk svipað færi og Suárez skoraði úr í upphafi síðari hálfleiks en þá rauk Courtois út og varði vel. Eftir það var Real mikið mun meira með boltann, eitthvað sem leikmenn Atlético virkuðu nokkuð sáttir með. Fór það svo að Real tókst ekki að brjóta þéttan varnarmúr heimamanna á bak aftur og þegar þeir náðu skoti á markið var Jan Oblak vandanum vaxinn í markinu. Það er, þangað til á 88. mínútu leiksins. Karim Benzema og Casemiro áttu þá gott samspil sem endaði með því að Benzema fékk boltann og skoraði í nánast autt markið. Frábært samspil og sttaðan orðin 1-1, reyndust það lokatölur leiksins. Atlético er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 59 stig eða þremur meira en Barcelona. Atlético á þó leik til góða. Real er svo í þriðja sætinu með 54 stig. Spænski boltinn Fótbolti
Atlético Madrid og Real Madrid mættust í stórleik dagsins í spænska boltanum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og toppbaráttan því enn á lífi en fyrir stuttu leit út fyrir að Atlético væri að stinga af. Atlético Madrid byrjaði leikinn mikið mun betur og kom Luis Suárez þeim yfir strax á 15. mínútu leiksins. Úrúgvæinn fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Marcos Llorente, fyrrum leikmanni Real. Færið var þröngt en Suárez afgreiddi það stórkostlega en smurði boltann niðri í fjærhornið með utanfótar skoti sem Thibaut Courtois réð ekki við í marki Real. Luis Suarez puts Atletico 1-0 up against Real Madrid with an outside-of-the-boot finish.Huge moment in the Liga title race pic.twitter.com/qB52ZLOPMC— B/R Football (@brfootball) March 7, 2021 Þegar skammt var til hálfleiks virtist sem gestirnir væru að fara fá vítaspyrnu. Boltinn virtist enda í hendi miðvarðarins Felipe en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið sjálfur aftur ákvað hann að ekki hefði verið um hendi að ræða. Því var ekkert dæmt og Atlético enn 1-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Yannick Carrasco fékk svipað færi og Suárez skoraði úr í upphafi síðari hálfleiks en þá rauk Courtois út og varði vel. Eftir það var Real mikið mun meira með boltann, eitthvað sem leikmenn Atlético virkuðu nokkuð sáttir með. Fór það svo að Real tókst ekki að brjóta þéttan varnarmúr heimamanna á bak aftur og þegar þeir náðu skoti á markið var Jan Oblak vandanum vaxinn í markinu. Það er, þangað til á 88. mínútu leiksins. Karim Benzema og Casemiro áttu þá gott samspil sem endaði með því að Benzema fékk boltann og skoraði í nánast autt markið. Frábært samspil og sttaðan orðin 1-1, reyndust það lokatölur leiksins. Atlético er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 59 stig eða þremur meira en Barcelona. Atlético á þó leik til góða. Real er svo í þriðja sætinu með 54 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti