„Ég skil alveg af hverju þeir þorðu ekki að dæma þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2021 15:31 Spennan var mikil í toppslag Keflavíkur og Hauka og það komu upp mörg umdeild atvik sem Domino´s Körfuboltakvöld fór betur yfir. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Domino´s deildinni gagnrýndi KKÍ harðlega fyrir valið á dómurum á toppslag Keflavíkur og Hauka í vikunni en þar töpuðu Keflavíkurkonur fyrsta leik sínum á leiktíðinni. Domino´s Körfuboltakvöld ræddi dómgæsluna í leiknum. „Það er mikilvægt að hafa reynslumikla dómara á svona leik, dómara sem þora að taka af skarið. Ég skil alveg að þeir þorðu kannski ekki að dæma þetta sérstaklega efir að hafa dæmt fimmtu villuna á Söru sem ég er ekki sammála að hafi verið villa,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þá verður þetta svolítið erfitt og þetta var mjög jafn leikur. Þeir þorðu bara ekki að taka af skarið eins og stelpurnar hans Jonna,“ sagði Ólöf Helga. Kjartan Atli Kjartansson, Ólöf Helga Pálsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir fóru síðan yfir umdeildu dómana í leiknum, lið fyrir lið. Þau skoðuðu það þegar skotklukkan var ekki endurnýjuð þegar boltinn fór í hringinn í lokasókn Keflavíkur í venjulegum leiktíma sem endaði með því að Keflavík missti boltann. Svo var það hin umdeilda og flestra mati mjög ósanngjarna fimmta villan á Söru Rún Hinriksdóttur í framlengingunni. „Hún kemur ekki við Daniela Wallen Morillo,“ sagði Kjartan Atli. Einnig var skoðað lokaskot Keflavíkurliðsins í framlengingunni þar sem virtist vera brotið á Emelíu Ósk Gunnarsdóttur en ekkert var dæmt. „Þegar maður sér þetta svona hægt þá er þetta alveg púra villa,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Ég held að ef að það hefðu verið reynslumeiri dómarar á leiknum og þetta á undan hefi ekki gerst þá hefði verið flautað þarna,“ sagði Pálína. Það má sjá öll þessi dæmi og umræðuna um dómgæsluna í leiknum hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Dómarnir umdeildu í leik Keflavíkur og Hauka Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Haukar Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira