Sport

Anníe Mist: Allir meistarar eru einu sinni byrjendur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir á sér marga aðdáendur út um allan heim eftir afrek sín í CrossFit íþróttinni.
Anníe Mist Þórisdóttir á sér marga aðdáendur út um allan heim eftir afrek sín í CrossFit íþróttinni. Instagram/@anniethorisdottir

Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir heldur áfram að telja kjarkinn í fylgjendur sína.

Anníe Mist Þórisdóttir er einn af brautryðjendunum í CrossFit á Íslandi og fyrirmynd margra Íslendinga í íþróttinni. Nú er aðeins vika í að The Open hefjist en þar mun Anníe Mist reyna að koma til baka inn í íþróttina sína eftir að hafa átt dóttur í ágúst.

Anníe Mist þekkir mikilvægi sitt sem fyrirmynd í CrossFit íþróttinni, bæði hér á landi sem erlendis, og skrifar reglulega pistla þar sem hún hvetur fylgjendur sína áfram.

Í þeim nýjasta þá reynir hún að ýta fólk af stað í áttina að því að upplifa drauma sína.

„Allir meistarar voru einu sinni byrjendur. Ef þið trúið mér ekki þá ættu þið að skoða upphífingarnar mínar frá árinu 2009,“ skrifaði Anníe Mist. Hún tók fyrst þátt í heimsleikunum árið 2009 og endaði þá í ellefta sætinu eftir að hafa ekki náð að klára síðustu æfinguna sem innihélt upphífingar.

Anníe Mist varð aftur á móti önnur árið eftir og varð síðan heimsmeistari í CrossFit tvö ár í röð frá 2011 til 2012.

„Hver sem draumur þinn er, ekki bíða lengur, heldur byrjaðu strax núna,“ skrifaði Anníe Mist.

„Ég trúi því innilega að þú getir gert allt sem þú vilt en þá þarftu að byrja einhvers staðar. Þú þarf ekki að vera mögnuð eða magnaður í byrjun en þú þarft að byrja áður þú verður mögnuð eða magnaður,“ skrifaði Anníe Mist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×