Klopp segir að þetta erfiða tímabil hafi gert hann að betri stjóra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 13:12 Jürgen Klopp hefur þurft að glíma við mörg vandmál í titilvörn Liverpool og gengið hefur ekki verið nærri því eins gott og áður. Getty/Andrew Powell Það hefur líklega aldrei reynt meira á Jürgen Klopp en á þessu tímabili því Liverpool liðið hefur svo sannarlega lent í miklu mótlæti í titilvörninni. Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Einhverjir stuðningsmenn Liverpool höfðu eflaust áhyggjur af því að knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp væri að íhuga að hætta í öllum erfiðleikunum í vetur. Hann sjálfur leit hins vegar á allt saman sem góðan skóla. Fá lið hafa lent í öðrum eins meiðslaflóði og Liverpool í vetur. Þar hafa aðalvandræðin verið með miðvarðarstöðurnar en leikmenn mátti varla spilar þar og þá voru þeir búnir að meiðast. Exclusive interview with Jurgen Klopp breaking down what s gone wrong at Liverpool this season and why it has made him a better manager. #lfc How injuries impacted whole team The improvements nobody notices Why Liverpool will learn from thishttps://t.co/dLk8KNk3Kf— Adam Bate (@ghostgoal) March 4, 2021 Miðverðirnir Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip hafa allir misst af stærstum hluta tímabilsins ogá þá hafa miðjumennirnir Fabinho og Jordan Henderson einnig meiðst eftir að þeir voru færðir niður í miðvörðinn. „Flest vandamálin er orðin til vegna meiðslavandræðanna. Við höfum þurft að takast á við algjörlega ný vandamál á þessu ári. Ég hef aldrei í mínu lífi, á þessum tuttugu árum í starfi, þurft að breyta varnarlínunni minni í hverri viku," sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Chelsea í kvöld. Klopp segir að þessi mikli skóli sem hann hefur fengið í titilvörninni muni nýtast honum í framtíðinni. „Ég er orðinn mun betri stjóri á þessu tímabili en áður því venjulega þarftu ekki að hugsa um þessa hluti en núna þarf ég að hugsa stanslaust um þá," sagði Klopp. | Jurgen Klopp exclusive! In his latest interview with Sky Sports, Jurgen Klopp breaks down what has gone wrong for #LFC and why it has made him a better manager...— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 4, 2021 „Við lentum í svona kringumstæðum á föstudaginn eftir góða æfingaviku. Við æfðum alla vikuna með ákveðið byrjunarlið en síðan þurftum við að breyta þessu liði algjörlega. Þetta er eitthvað sem er þekkt í fótboltanum en við höfum lent í þessu nokkrum sinnum á leiktíðinni," sagði Klopp. Klopp hefur fengið á sig gagnrýni fyrir væl og afsakanir og hann sjálfur gerir sér grein fyrir því að þetta hljómi kannski þannig. „Fólk getur auðvitað sagt að þetta sé afsökun hjá mér. Ef ég segi alveg eins og er þá gæti mér ekki verið meira saman. Við notum þetta ekki sem afsökun en ef ég er beðinn um útskýringar um hvers vegna þetta hefur breyst hjá okkur þá bendi ég á þetta," sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira