Fyrsta íbúðin var fínt raðhús í Sádi-Arabíu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 13:31 Gísli Marteinn Baldursson og eiginkona hans Vala Ágústa Káradóttir fóru í mikla ævintýraferð í kringum tvítugsaldurinn. Gísla Martein þarf vart að kynna. Hann hefur lengi verið á sjónvarpsskjáum landsmanna í einni mynd eða annarri og flestir hafa líklega einhverja skoðun á honum. Gísli Marteinn bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrum flugþjónn og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í það að hann fengi bílpróf eins og margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Gísla í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í viðtalinu talar hann um þegar hann og Vala Ágústa Káradóttir fóru að búa saman á sínum tíma. Fyrsta íbúðin raðhús „Svo er í rauninni fyrsta íbúðin okkar Völu í Sádi-Arabíu og við förum þangað til þess að verða flugfreyjur. Þetta var í rauninni þannig að Vala flytur inn til okkar Pabba og hundsins sem vinir mínir höfðu gefið mér í tvítugs afmælisgjöf. Þarna vorum við bæði í skóla og skulduðum einhver námslán og yfirdrátt og endalausir gulir miðar inn um lúguna, en það var þegar maður skrifaði ávísun á bar fyrir fimm hundruð krónum og maður átti ekki fyrir honum,“ segir Gísli Marteinn og heldur áfram. „Þarna hugsum við að við þurfum pening og Vala ákvað að prófa, hún fór ein fyrst, að fara til Sádi-Arabíu að verða flugfreyja. Hún var þarna úti í einhverja tvo eða þrjá mánuði og kom heim og sagði við mig að við ættum að gera þetta saman,“ segir Gísli en þarna var íslenska flugfélagið Atlanta með samning við sádi-arabíska ríkið um það að fljúga leiguflug með fólk sem vildi fara pílagrímsferðina til Mekka og átti ekki efni á því. Alltaf á fimm stjörnu hóteli „Ég fer á eitthvað flugfreyjunámskeið og læri á þetta, allt eins og í venjulegu flugi. Svo eftir þrjár vikur er ég allt í einu kominn í tveggja hæða jumbóþotu með Völu minni og erum í Sádi-Arabíu frá febrúar fram í október. Þar eru mjög góð laun og þetta var í raun fyrsta íbúðin sem við Vala erum í sem er ekki í foreldrahúsum.“ Gísli segir að þau hafi búið í af girtu hverfi í Jeda og í fínu raðhúsi. Á því svæði voru ekki eins strangar reglur og annars staðar. Hann segir að ferlið hafi oftast verið þannig að flugáhöfnin hafi þurft að fara með vél til borga eins og Bangkok og þá hafi vélin verið tóm. Síðan var farið til baka til Jeda með fulla vél. „Þetta voru átta tíma flug til Bangkok og ég gat farið út að skokka um borð í vélinni á leiðinni þangað. Alveg tóm vél og við spiluðum bara kana allan tímann. Síðan þegar við komum til Bangkok tók önnur áhöfn við og flaug strax til baka með fulla vél. Þá þurfum við að vera á fimm stjörnu hóteli í 2-3 daga þar. Þetta var algjört ævintýri. Þetta var í raun mestmegnis íslensk áhöfn og þessi hópur hefur í raun haldið hópinn síðan þá.“ Hér að neðan má hlusta á söguna frá Gísla Marteini. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Gísli Marteinn Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira
Gísli Marteinn bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrum flugþjónn og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í það að hann fengi bílpróf eins og margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. Snæbjörn Ragnarsson ræðir við Gísla í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Í viðtalinu talar hann um þegar hann og Vala Ágústa Káradóttir fóru að búa saman á sínum tíma. Fyrsta íbúðin raðhús „Svo er í rauninni fyrsta íbúðin okkar Völu í Sádi-Arabíu og við förum þangað til þess að verða flugfreyjur. Þetta var í rauninni þannig að Vala flytur inn til okkar Pabba og hundsins sem vinir mínir höfðu gefið mér í tvítugs afmælisgjöf. Þarna vorum við bæði í skóla og skulduðum einhver námslán og yfirdrátt og endalausir gulir miðar inn um lúguna, en það var þegar maður skrifaði ávísun á bar fyrir fimm hundruð krónum og maður átti ekki fyrir honum,“ segir Gísli Marteinn og heldur áfram. „Þarna hugsum við að við þurfum pening og Vala ákvað að prófa, hún fór ein fyrst, að fara til Sádi-Arabíu að verða flugfreyja. Hún var þarna úti í einhverja tvo eða þrjá mánuði og kom heim og sagði við mig að við ættum að gera þetta saman,“ segir Gísli en þarna var íslenska flugfélagið Atlanta með samning við sádi-arabíska ríkið um það að fljúga leiguflug með fólk sem vildi fara pílagrímsferðina til Mekka og átti ekki efni á því. Alltaf á fimm stjörnu hóteli „Ég fer á eitthvað flugfreyjunámskeið og læri á þetta, allt eins og í venjulegu flugi. Svo eftir þrjár vikur er ég allt í einu kominn í tveggja hæða jumbóþotu með Völu minni og erum í Sádi-Arabíu frá febrúar fram í október. Þar eru mjög góð laun og þetta var í raun fyrsta íbúðin sem við Vala erum í sem er ekki í foreldrahúsum.“ Gísli segir að þau hafi búið í af girtu hverfi í Jeda og í fínu raðhúsi. Á því svæði voru ekki eins strangar reglur og annars staðar. Hann segir að ferlið hafi oftast verið þannig að flugáhöfnin hafi þurft að fara með vél til borga eins og Bangkok og þá hafi vélin verið tóm. Síðan var farið til baka til Jeda með fulla vél. „Þetta voru átta tíma flug til Bangkok og ég gat farið út að skokka um borð í vélinni á leiðinni þangað. Alveg tóm vél og við spiluðum bara kana allan tímann. Síðan þegar við komum til Bangkok tók önnur áhöfn við og flaug strax til baka með fulla vél. Þá þurfum við að vera á fimm stjörnu hóteli í 2-3 daga þar. Þetta var algjört ævintýri. Þetta var í raun mestmegnis íslensk áhöfn og þessi hópur hefur í raun haldið hópinn síðan þá.“ Hér að neðan má hlusta á söguna frá Gísla Marteini. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Gísli Marteinn Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Sjá meira