Koma fyrir mælitækjum vegna mögulegrar gasmengunar í Vogum Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 21:54 Fimm loftgæðamælar eru á höfuðborgarsvæðinu sem geta mælt brennisteinsdíoxíðmengun. Aðeins einn mælir hefur verið á Reykjanesskaga en Umhverfisstofnun hefur nú komið fyrir búnaði í Vogum vegna möguleikans á eldgosi. Vísir/Vilhelm Búnaður til að mæla styrk brennisteinsdíoxíðs hefur verið komið fyrir í Vogum vegna möguleikans á að gos hefjist í nágrenni Keilis á Reykjanesskaga. Umhverfisstofnun ætlar að setja upp mæla á fleiri stöðum á Reykjanesi eins fljótt og mögulegt er. Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra. Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mögulegur gosórói hefur komið fram á jarðskjálftamælum sunnan við Keili í dag. Talið er að eldgos þar yrði hraungos úr sprungu. Gosi fylgdi líklega gasmengun, fyrst og fremst brennisteinsdíoxíðmengun líkt og í gosinu í Holuhrauni árið 2014. Þorsteinn Jóhannson, sérfræðingur Umhverfisstofnunar í loftgæðum, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brennisteinsdíoxíð væri óæskilegt fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma eins og astma en ekki lífshættulegt nema mögulega vísindamönnum að störfum alveg við eldstöð. Sagði Þorsteinn enga ástæðu fyrir fólk að kaupa gasgrímur til að verjast mögulegri gasmengun. Hefðbundnar grímur eins og þær sem fólk notar vegna kórónuveirufaraldursins væru gagnslausar gegn gasmengun. Höfuðborgarsvæðið væri ágætilega sett með fimm loftgæðamæla til að fylgjast með gasmengun ef gos hefst. Aðeins einn mælir væri hins vegar á Suðurnesum, mælir HS Orku í Grindavík. Verið væri að kanna hvernig þétta mætti net loftgæðamæla. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun í kvöld kemur fram að loftgæðamæli hafi verið komið fyrir í Vogum til að mæla brennisteinsdíoxíð og að slíkum tækjum verði komið fyrir í fleiri sveitarfélögum á svæðinu á næstunni. Á vef stofnunarinnar má finna frekari upplýsingar um áhrif gasmengunar á heilsufar fólks og ráðlegginar um viðbrögð við brennisteinsmengun frá eldgosum. Þorsteinn mælti með því í kvöldfréttum að fólk héldi sig innandyra ef gasmengunar yrði viðvart. Það ætti að forðast að reyna á sig utandyra.
Vogar Umhverfismál Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira