Fyrsta mark leiksins gerði Rodrigo Becao á 68. mínútu en heimamenn í Milan jöfnuðu metin á sjöttu mínútu uppbótartíma.
Þar var að verki Franck Kessie úr vítaspyrnu en AC er í öðru sætinu, þremur stigum á eftir grönnunum í Inter, sem eiga einnig leik til góða.
⏱ 90+7'
— AC Milan (@acmilan) March 3, 2021
Kessie cool as ice! #MilanUdinese 1-1 #SempreMilan@EASPORTSFIFA pic.twitter.com/r3Bi6rWdT1
Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi Bologna sem tapaði 1-0 fyrir Cagliari. Andri Fannar er á meiðslalistanum en Bologna er í tólfta sætinu.
Paris Saint-Germain vann 1-0 sigur á Bordeaux á útivelli í franska boltanum. Paulo Sarabio gerði sigurmarkið á tuttugustu mínútu.
Kylian Mbappe, Neymar og Angel Di Maria vantaði í lið PSG. Mbappe var í banni á meðan þeir síðastnefndu eru á meiðslalistanum.
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) March 3, 2021
PSG er komið á toppinn í Frakklandi. Liðið er með jafn mörg stig og Lille en betra markahlutfall.