Ríkið viðurkennir brot á mannréttindum og greiðir milljónir í bætur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2021 10:04 Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Karl Wernersson, fjárfestir og einn eigenda Milestone. Íslenska ríkið viðurkennir að fimm Íslendingar hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð hér á landi varðandi dóma sem þeir fengu í kjölfar hrunsins. Ríkið greiðir bætur í málinu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu því fellt niður málin. Úrskurðir í málunum voru á dagskrá MDE í dag en í tilkynningu frá dómstólnum kemur fram að sátt hafi náðst í málinu. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun íslenska ríkið greiða Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni 1,8 milljónir króna í bætur. Í máli Sigurjóns er vísað til úrskurðar MDE í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur en í málum hinna til úrskurðar dómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, þar sem niðurstaðan var sú að Hæstiréttur hefði snúið sýknudómi héraðsdóms án þess að hlýða á vitnisburði. Sáttirnar gera ráð fyrir því að einstaklingarnir geti farið fram á endurupptöku mála sinna. Deilt um fjárhagslega hagsmuni dómara Sigurjón og Ívar voru báðir sakfelldir í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Dómar beggja voru þyngdir í Hæstarétti; Sigurjón, sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og Ívar, þáverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, í tveggja ára fangelsi. Kvartanir beggja til MDE grundvölluðust á því að dómarar sem dæmdu í Hæstaréttarmálinu hefðu átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þeir Eiríkur Tómasson, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Mannréttindadómstóll Evrópu. Mannréttindadómstóllinn hefur áður dæmt í afar áþekku máli, þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem Viðar hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall bankans. Sigríður Elín var dæmd í svokölluðu Ímon-máli, þar sem Sigurjón hlaut einnig dóm. Þegar MDE tók mál Sigríðar Elínar fyrir var einnig fjallað um fjárhagslega hagsmuni Eiríks og Markúsar. Þeir voru hins vegar ekki metnir nógu verulegir til að það hefði áhrif á hæfi þeirra. Eign Eiríks í Landsbankanum hefði verið óveruleg og Markús átt hlut í öðrum banka, Glitni. Sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti Karl Emil, Margrét og Sigurþór hlutu öll dóma í Milestone-málinu. Þau voru sýknuð í héraðsdómi en Hæstiréttur sakfelldi þau og dæmdi í fangelsi. Karl var einn aðaleigenda Milestone en Margrét og Sigurþór endurskoðendur hjá KPMG. Karli var í Milestone-málinu gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegu fjárhagstjóni með því að láta það fjármagna efndir á samningum sem voru Milestone óviðkomandi en um var að ræða greiðslur til Ingunnar Wernersdóttur, systur Karls. Þá voru Margrét og Sigurþór sögð hafa gerst sek um stórfellda vanrækslu í starfi við endurskoðun ársreikninga Milestone árin 2006 og 2007. Kvörtun þremenningana til MDE byggði meðal annars á þeim rökum að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á vitnisburð sakborninga og vitna, heldur endurmetið það sem fram kom við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þá gerði Karl athugasemd við hlutabréfaeign fjöggurra dómara við réttinn, þeirra Gretu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Viðars Más Matthíassonar. Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Efnahagsmál Milestone-málið Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Úrskurðir í málunum voru á dagskrá MDE í dag en í tilkynningu frá dómstólnum kemur fram að sátt hafi náðst í málinu. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun íslenska ríkið greiða Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni, Ívari Guðjónssyni, Sigurþóri Charles Guðmundssyni, Margréti Guðjónsdóttur og Karli Emil Wernerssyni 1,8 milljónir króna í bætur. Í máli Sigurjóns er vísað til úrskurðar MDE í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur en í málum hinna til úrskurðar dómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, þar sem niðurstaðan var sú að Hæstiréttur hefði snúið sýknudómi héraðsdóms án þess að hlýða á vitnisburði. Sáttirnar gera ráð fyrir því að einstaklingarnir geti farið fram á endurupptöku mála sinna. Deilt um fjárhagslega hagsmuni dómara Sigurjón og Ívar voru báðir sakfelldir í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Dómar beggja voru þyngdir í Hæstarétti; Sigurjón, sem var bankastjóri Landsbankans fyrir hrun, var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og Ívar, þáverandi forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, í tveggja ára fangelsi. Kvartanir beggja til MDE grundvölluðust á því að dómarar sem dæmdu í Hæstaréttarmálinu hefðu átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta, þeir Eiríkur Tómasson, Markús Sigurbjörnsson og Viðar Már Matthíasson. Mannréttindadómstóll Evrópu. Mannréttindadómstóllinn hefur áður dæmt í afar áþekku máli, þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð þar sem Viðar hefði tapað 8,5 milljónum króna við fall bankans. Sigríður Elín var dæmd í svokölluðu Ímon-máli, þar sem Sigurjón hlaut einnig dóm. Þegar MDE tók mál Sigríðar Elínar fyrir var einnig fjallað um fjárhagslega hagsmuni Eiríks og Markúsar. Þeir voru hins vegar ekki metnir nógu verulegir til að það hefði áhrif á hæfi þeirra. Eign Eiríks í Landsbankanum hefði verið óveruleg og Markús átt hlut í öðrum banka, Glitni. Sýknuð í héraði en sakfelld í Hæstarétti Karl Emil, Margrét og Sigurþór hlutu öll dóma í Milestone-málinu. Þau voru sýknuð í héraðsdómi en Hæstiréttur sakfelldi þau og dæmdi í fangelsi. Karl var einn aðaleigenda Milestone en Margrét og Sigurþór endurskoðendur hjá KPMG. Karli var í Milestone-málinu gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og valdið félaginu verulegu fjárhagstjóni með því að láta það fjármagna efndir á samningum sem voru Milestone óviðkomandi en um var að ræða greiðslur til Ingunnar Wernersdóttur, systur Karls. Þá voru Margrét og Sigurþór sögð hafa gerst sek um stórfellda vanrækslu í starfi við endurskoðun ársreikninga Milestone árin 2006 og 2007. Kvörtun þremenningana til MDE byggði meðal annars á þeim rökum að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á vitnisburð sakborninga og vitna, heldur endurmetið það sem fram kom við meðferð málsins fyrir héraðsdómi. Þá gerði Karl athugasemd við hlutabréfaeign fjöggurra dómara við réttinn, þeirra Gretu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Viðars Más Matthíassonar.
Mannréttindadómstóll Evrópu Hrunið Efnahagsmál Milestone-málið Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira