Solskjær segir að Man Utd verði að sýna ábyrgð og raunsæi í peningamálunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 14:00 Ole Gunnar Solskjær var léttur og kátur á æfingu með Manchester United í vikunni. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að búast við einhverju eyðslufylleri í nýja leikmenn í sumar. Manchester City er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum. Nágrannarnir í City væru þá búnir að vinna fjóra titla síðan að United varð síðast meistari vorið 2013. Manchester United er líklegt til að taka annað sætið en er engu að síður langt á eftir City. Það búast því margir við því að United kaupi stjörnuleikmenn í sumar til að reyna að brúa bilið. Solskjær varar hins vegar stuðningsmenn félagsins við slíkum væntingum. ESPN segir frá. Ole Gunnar Solskjaer admits the club is unlikely to spend big in the upcoming summer transfer window. pic.twitter.com/FLrKFSTEYc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2021 „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á alla í fótboltanum. Það eru allir að missa af innkomu og þetta gæti haft áhrif á okkur líka,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við verðum að vera raunsæ og sýna ábyrgð í því hvernig við högum okkur, bæði inn á vellinum sem og á markaðnum. Það er verið að laga til á æfingasvæðinu og á leikvanginum og við verðum að horfa á alla heildarmyndina,“ sagði Solskjær. Solskjaer was asked if he's been impressed by Man United this season. pic.twitter.com/deGVHvPYKk— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2021 „Hvar getum við eytt peningnum? Og hvað er mikið til? Þetta er bara raunveruleikinn í dag. Hann hefur breyst,“ sagði Solskjær. „Ég held að það verði bara minna og minna um leikmannakaup í fótboltaheiminum vegna allra þessara breytinga,“ sagði Solskjær. Hann býst jafnvel við því að treysta enn meira á unga leikmenn úr akademíunni á næsta tímabili. Erlendir fjölmiðlar telja sig samt hafa heimildir fyrir því að Solskjær fái pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Ársskýrsla félagsins verður opinberuð á morgun og þá kemur betur í ljós hvaða áhrif faraldurinn hefur í raun haft á rekstur Manchester United. „Við erum alltaf að leita leiða til að gera hópinn okkar betri, auðvitað. Við erum alltaf að leita að betri leikmönnum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Manchester City er búið að stinga af á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mun vinna sinn þriðja Englandsmeistaratitil á fjórum árum. Nágrannarnir í City væru þá búnir að vinna fjóra titla síðan að United varð síðast meistari vorið 2013. Manchester United er líklegt til að taka annað sætið en er engu að síður langt á eftir City. Það búast því margir við því að United kaupi stjörnuleikmenn í sumar til að reyna að brúa bilið. Solskjær varar hins vegar stuðningsmenn félagsins við slíkum væntingum. ESPN segir frá. Ole Gunnar Solskjaer admits the club is unlikely to spend big in the upcoming summer transfer window. pic.twitter.com/FLrKFSTEYc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2021 „Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á alla í fótboltanum. Það eru allir að missa af innkomu og þetta gæti haft áhrif á okkur líka,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Við verðum að vera raunsæ og sýna ábyrgð í því hvernig við högum okkur, bæði inn á vellinum sem og á markaðnum. Það er verið að laga til á æfingasvæðinu og á leikvanginum og við verðum að horfa á alla heildarmyndina,“ sagði Solskjær. Solskjaer was asked if he's been impressed by Man United this season. pic.twitter.com/deGVHvPYKk— ESPN FC (@ESPNFC) March 2, 2021 „Hvar getum við eytt peningnum? Og hvað er mikið til? Þetta er bara raunveruleikinn í dag. Hann hefur breyst,“ sagði Solskjær. „Ég held að það verði bara minna og minna um leikmannakaup í fótboltaheiminum vegna allra þessara breytinga,“ sagði Solskjær. Hann býst jafnvel við því að treysta enn meira á unga leikmenn úr akademíunni á næsta tímabili. Erlendir fjölmiðlar telja sig samt hafa heimildir fyrir því að Solskjær fái pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Ársskýrsla félagsins verður opinberuð á morgun og þá kemur betur í ljós hvaða áhrif faraldurinn hefur í raun haft á rekstur Manchester United. „Við erum alltaf að leita leiða til að gera hópinn okkar betri, auðvitað. Við erum alltaf að leita að betri leikmönnum,“ sagði Ole Gunnar Solskjær.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira