Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 16:54 Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Egilla Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum. Búið sé að ná utan um þá þætti málsins sem þeir tengist og því ekki tilefni til frekara gæsluvarðhalds. Þeir séu enn sakborningar í málinu. Íslendingur á fimmtugsaldri var látinn laus úr haldi í dag þegar gæsluvarðhald yfir honum rann út. Honum er þó gert að sæta farbanni í fjórar vikur og má því ekki fara úr landi. Morðið í Rauðagerði er með stærri sakamálarannsóknum seinni ára hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir um tuttugu manns hjá lögreglu og á ákærusviðinu koma að rannsókn málsins. Alls hafa níu sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins en alls hafa tólf verið handteknir. Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir fjórum rennur út á morgun og þeim fimmta á föstudaginn. Margeir segir að ákvörðun hafi verið tekin að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir þremur hinna fjögurra á morgun. Lögregla hafi ekki tekið ákvörðun í tilfelli fjórða mannsins. Þeir sem hafa sætt gæsluvarðhaldi hafa verið í einangrun á Hólmsheiði þar sem lögregla hefur aðstöðu til að yfirheyra sakborninga. Margeir vill ekki tjá sig um einstaka þætti sem fram hafa komið við rannsókn málsins og gefur ekki uppi hvort morðvopnið sé fundið. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því á dögunum að morðvopnið væri ófundið. Margeir segir lögreglu enn bíða niðurstaða úr krufningu á hinum látna. Það sé þó aðeins eitt af málsgögnum sem lögregla vilji skoða. Margt annað sé í gangi í málinu en krufningarskýrsla vissulega meðal gagna sem beðið er. Hann vill ekki segja til um hvort lögregla telji sig hafa grunaðan morðingja í haldi en segir þó að lögregla telji sig hafa handtekið alla þá sem tengist málinu á einhvern hátt. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Búið sé að ná utan um þá þætti málsins sem þeir tengist og því ekki tilefni til frekara gæsluvarðhalds. Þeir séu enn sakborningar í málinu. Íslendingur á fimmtugsaldri var látinn laus úr haldi í dag þegar gæsluvarðhald yfir honum rann út. Honum er þó gert að sæta farbanni í fjórar vikur og má því ekki fara úr landi. Morðið í Rauðagerði er með stærri sakamálarannsóknum seinni ára hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir um tuttugu manns hjá lögreglu og á ákærusviðinu koma að rannsókn málsins. Alls hafa níu sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins en alls hafa tólf verið handteknir. Fimm eru enn í gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir fjórum rennur út á morgun og þeim fimmta á föstudaginn. Margeir segir að ákvörðun hafi verið tekin að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir þremur hinna fjögurra á morgun. Lögregla hafi ekki tekið ákvörðun í tilfelli fjórða mannsins. Þeir sem hafa sætt gæsluvarðhaldi hafa verið í einangrun á Hólmsheiði þar sem lögregla hefur aðstöðu til að yfirheyra sakborninga. Margeir vill ekki tjá sig um einstaka þætti sem fram hafa komið við rannsókn málsins og gefur ekki uppi hvort morðvopnið sé fundið. Fréttastofa hafði heimildir fyrir því á dögunum að morðvopnið væri ófundið. Margeir segir lögreglu enn bíða niðurstaða úr krufningu á hinum látna. Það sé þó aðeins eitt af málsgögnum sem lögregla vilji skoða. Margt annað sé í gangi í málinu en krufningarskýrsla vissulega meðal gagna sem beðið er. Hann vill ekki segja til um hvort lögregla telji sig hafa grunaðan morðingja í haldi en segir þó að lögregla telji sig hafa handtekið alla þá sem tengist málinu á einhvern hátt.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“