Sjö sendir til baka án gildra vottorða Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 15:04 Frá störfum lögreglu á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir ferðamenn sem ekki gátu sýnt viðeigandi PCR-vottorð á landamærunum voru sendir tilbaka í morgun. Tveir erlendir ferðamenn verða sendir til baka á morgun. Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þessir fimm sem voru sendir til baka í gær voru stöðvaðir við eftirlit um helgina. „Það er erfitt að koma fólki til baka því það er svo stopult flug. Fólk er því hjá okkur á flugstöðinni á meðan það bíður flugs til baka. Það er verið að skoða að bæta aðstöðuna fyrir það,“ segir Sigurgeir. Tveir verða sendir heim á morgun sem voru stöðvaðir frá því eftir helgina. Talsvert af Íslendingum ekki með gild vottorð Sigurgeir segir talsvert marga Íslendinga ekki vera með viðurkennd vottorð. Það séu hraðpróf, svokölluð Antigen-próf, sem fáist með skemmri fyrirvara en PCR-prófin. Í Danmörku séu þau próf tekin gild en ekki hér á landi. Hér gildir eingöngu neikvætt PCR-próf sem allir þurfa að framvísa fyrir utan börn sem eru fædd 2005 eða síðar. „Það er talsvert af málum þar sem ferðamenn með búsetu á Íslandi eru með vottorð en ekki gild vottorð. Það eru sárafáir sem eru ekki með neitt." Sigurgeir segir að málin séu öll skoðuð með tilliti til sektar. Sekt ákvarðist af alvarleika brots. Allir eigi að vita af kröfu um vottorð „Í flestum tilfellum hefur fólk farið á heilsugæsluna og beðið um vottorð til að ferðast. Þá fær það hraðpróf sem gildir ekki hér á landamærum. Það er sannarlega ekki ásetningsbrot.“ Aftur á móti gildi annað um þá sem hafa engin vottorð og til að mynda þá sem eru sendir til baka. Ekki sé hægt að kenna lélegu upplýsingaflæði um, allir eigi að vita að þeir þurfi vottorð við landamærin. Sigurgeir ítrekar þó að þeir sem eru með löglega búsetu hér á landi sé ekki meinað að koma til landsins en þeir geti fengið sekt. Mjög seinlegt er nú að afgreiða hverja vél þrátt fyrir að fáar vélar lendi nú á vellinum. „Við erum upp í tvo tíma að tæma og fara yfir vottorðin,“ segir Sigurgeir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira