Virðist það hafa verið hefndaraðgerð að fella líka tillögu stjórnar KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2021 16:03 Viðar Halldórsson fór yfir hlutina með Rikka G í Kaplakrika í dag. Stöð 2 „Þetta eru ákveðin vonbrigði,“ segir Viðar Halldórsson, formaður FH, um þá niðurstöðu að ekki verði breyting á fyrirkomulaginu í efstu deild karla í fótbolta að sinni. Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar. Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Viðar vildi líkt og fleiri forkólfar félaga í efstu deild sjá tillögu stjórnar KSÍ samþykkta, um áframhaldandi 12 liða deild en að viðbættri úrslitakeppni. Sú tillaga náði ekki 2/3 hluta atkvæða, ekki frekar en tillaga Fram um 14 liða efstu deild. „Það sem við viljum flestir er að fá fleiri leiki yfir sumarið, og með þessari tillögu KSÍ hefði gæðum leikjanna heldur ekki hrakað. Tillaga Fram hefði fjölgað leikjum einnig, en þar hefði magnið aukist en ekki gæðin. Í mínum huga var það ekki það sem þurfti,“ segir Viðar í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sem sjá má hér að neðan. Klippa: Viðar Halldórsson eftir ársþing KSÍ Aðspurður hvað kæmi til að tillaga stjórnar KSÍ hefði ekki verið samþykkt, hvort undirbúningurinn hefði ekki verið nægur, svarar Viðar: „Já, ég held að maður verði að segja að undirbúningurinn var ekki nægjanlegur. Svo held ég að vonbrigðin með að 14 liða tillagan skyldi ekki ná í gegn hafi haft áhrif á að hin tillagan næði ekki í gegn, þrátt fyrir að allir á þinginu segðu að það væri nauðsynlegt fyrir íslenskan fótbolta að auka fjölda leikja. Það hafi verið hálfgerð hefndaraðgerð að fella hina tillöguna líka,“ segir Viðar. Nú er ljóst að keppnisfyrirkomulagið verður óbreytt á komandi tímabili og væntanlega einnig árið 2022, þrátt fyrir að langflestir vilji fjölga leikjum. Telur Viðar að taka þurfi málið úr höndum félaganna? „Ég held að það sé alveg ljóst á því hvernig tillaga KSÍ fór að 90 prósent félaga í efstu deild hafi viljað þessa tillögu. Ég myndi skjóta á það. En þá er það hinn hluti þingsins sem af einhverjum orsökum segir nei. Ég held að það sé alveg ljóst að lögin og þær reglugerðir sem við vinnum eftir séu orðnar barn síns tíma og það þurfi virkilega að skoða þær. Ég held að þetta þing sýni það,“ segir Viðar.
Pepsi Max-deild karla KSÍ FH Tengdar fréttir Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02 Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24 Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31 Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Engin breyting var versta niðurstaðan „Það er hagsmunamál fyrir leikmenn að fá fleiri leiki sem skipta máli. Þeir sinna fótboltanum allan ársins hring,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands, nú þegar ljóst er að ekki verða breytingar á Pepsi Max-deild karla í fótbolta að sinni. 1. mars 2021 13:02
Báðar tillögurnar felldar og áfram tólf liða efsta deild karla með tvöfaldri umferð Hvorki tillaga starfshóps KSÍ eða Fram um breytingu á efstu deild karla náðu í gegn. Þetta var staðfest á ársþingi KSÍ sem fer fram með rafrænum hætti í dag. 27. febrúar 2021 15:24
Svona var 75. ársþing KSÍ Í dag fór fram ársþing KSÍ en vegna samkomutakmarkanna vegna kórónuveirunnar fer þingið í ár fram rafrænt. 27. febrúar 2021 12:31